6. desember 2002  #
Niður með aðferðafræði! ;)

Þá er því lokið! Prófið sem ég kveið langmest fyrir var í morgun og mér bara alveg ágætlega...held ég. Það kemur náttúrulega ekki í ljós fyrr en einkunn birtist hvort sú tilfinning er rétt eður ei. En ég er alla vega viss um að hafa náð svo að þessu ætti að vera alveg lokið og ég get stungið aðferðafræðiglósunum einhvers staðar þar sem ég helst finn þær aldrei aftur! MUHAHAHA!
     Að prófi loknu spjallaði ég við stelpurnar sem höfðu mjög skiptar skoðanir á þessu prófi og svo keypti ég mér flíspeysu til styrktar útskriftarferð kennaranema í vor. Verðið á þessu glæsilegu peysum er 5500 kr. og það er nóg til. Ef þið hafið áhuga sendið mér þá bara mail og ég bendi ykkur á hvernig þið getið nælt ykkur í peysu :)
     Því næst skellti ég mér í langþráða klippingu. Ég er nefnilega að safna hári og er á einhverju hryllilegu millibilsástandi þar sem ég lít út fyrir að vera týndur bítill. En það er sem sagt búið að rúnna þetta eitthvað af, klippa dauða enda og ég lít nokkurn veginn sómasamlega út í bili. Hversu lengi það endist veit ég ekki, enda sprettur hárið á mér eins og arfi.
     Jói verslaði í matinn í kvöld og kom heim með svolítið sem mig hefur lengi lengi dreymt um að smakka, nefnilega Ben & Jerry´s ís! Þetta er bara svo rándýrt fyrirbæri að ég hef aldrei tímt að kaupa hann. En Jóa fannst við eiga þetta skilið, við erum svo dugleg :) Ég held ég sendi hann oftar út í búð eftir þetta... ;)

P.S. Ljóðin mín eru komin á netið :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum