17. febrúar 2002  #
Aum í hálsinum og med stíbblad nef og hita :(
Þrátt fyrir að hafa séð fólk í kringum mig falla umvörpum í valinn síðustu vikur hef ég ríghaldið í þá von að sleppa. En um leið og ég vaknaði í morgun varð ég að játa mig sigraða - flensan er búin að góma mig. Ég vaknaði örmagna eftir svefnlausa nótt, helaum í hálsinum, höfuðið algjörlega stíflað og var ég m.a.s. komin með hita en það gerist vanalega ekki nema 1-2 sinnum á ári. Til að berjast á móti hryllingnum hef ég innbyrt sólhatt, C-vítamín, Doxytab, Parkódín o.fl. með þá von í brjósti að eitthvað af þessu losi mig við pestina. Aldrei þessu vant ætla ég líka að vera skynsöm og vera heima á morgun og hvíla mig, er ekki vön að láta slíkt eftir mér enda er ég oft lengi að láta mér batna. Vonandi verð ég samt orðin eitthvað skárri á morgun, þetta var sko ekki góður dagur!

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum