17. júní 2002  #
Naflaskoðun í sólbaði og afslappelsi
Gleðilegan þjóðhátíðardag, kæru landar.
Skrýtið að meðan aðrir líta á 17. júní sem hátíðardag þar sem ekki er hægt að þverfóta fyrir fólki þá er ég yfirleitt á umræddum degi að þvælast einhvers staðar þar sem ég kem varla auga á eina einustu hræðu...ég er nefnilega yfirleitt að vinna á þessum merka degi.
En nóg um það. Tilefni þessa skrifa minna núna er að lýsa formlega yfir sumarfríi hvað Naflaskoðunina mína varðar. Ég hef varla nennt að kveikja á tölvunni þegar ég kem heim frá skrifborðinu mínu á Terra Nova (enda nota ég þá yfirleitt frekar tímann til að setjast út á svalir með góða bók) og einhverra hluta vegna get ég ekki notað bloggið mitt í vinnunni. Svo að ég sé ekki fram á margar færslur í sumar og býst fastlega við að láta lítið í mér heyra á veraldarvefnum í sumar...þangað til annað kemur í ljós...aldrei að vita nema ein og ein færsla líti dagsins ljós ef sá gállinn er á mér! Sem sagt, ekki búast við of miklu frá mér í sumar. En örvæntið ei, ég mun snúa aftur þegar daginn tekur að stytta og draga skoðanir mínar og hugleiðingar undan sólbekknum og hreinsa af þeim sólarvörnina. Hafið það gott á meðan :D

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum