21. október 2003  #
Linsur og leisersjón vs. augnfóbía

Jæja, það bætist við í hóp þeirra sem fá sér leisersjón. Nú þegar eru allmargir
sem hafa kvatt gleraugun og horfa óhindruðum augum á lífið og tilveruna.
Já, það væri ekki amalegt að losna við gleraugun. Mitt vandamál er hins vegar það að ég er með algjöra augnfóbíu og hef ekki einu sinni hugrekki til að fá mér linsur. Ég get ekki horft á fólk setja í sig augndropa, ég hrekk við í ofboði ef ég sé augu í nærmynd á sjónvarpsskjá eða í blaði og ég get ekki horft á fólk kíkja í gegnum gægjugöt í bíómyndum því ég sé alltaf fyrir mér að það geti eitthvað komið hinum megin frá og st...já, þið skiljið.
Ef einhver veit um góðan dáleiðara sem gæti losað mann við svona augnfóbíu þá myndi ég gjarnan vilja heyra af því. Mig langar nefnilega svo til að geta fengið mér linsur eða farið í leiseraðgerð.


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
21. október 2003 17:46:33
Augnfóbía
Ég er alveg sammála! Ég get ekki einu sinni horft á fólk setja í sig linsur, finnst það alveg ferlega ógeðslegt þannig að ef þú finnur dáleiðslu sem virkar, áttu mig þá endilega vita :-)
Þetta lagði Tryggvi R. Jónsson í belginn
22. október 2003 17:05:34
Samkenndin
Úff hvað ég er fegin að heyra að ég er ekki eina manneskjan sem er svona skrýtin.....þó ég óski nú reyndar engum þess að hafa svona fóbíu þá er gott að vera ekki einn ;) Læt vita ef ég finn góða dáleiðslu :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
22. október 2003 22:40:28
Augnfóbía
Sæl,
ég skal spyrja svæða nuddarann minn um það hvort hún geti hjálpað þér með augnfóbíuna. Hún kann e-k dáleiðslu og hefur hjálpað fólki við að fást við alls kyns fóbíur. Ég hitti hana á morgun, læt þig vita. Kv. Harpa
Þetta lagði harpa í belginn


Tryggingafrat
Þetta er óneitanlega í takt við það sem pirrar mig heilmikið. Maður þorir ekki að nýta sér tryggingarnar sínar af ótta við að iðgjald hækki eða bónus fjúki. Til hvers er maður að fá sér tryggingu ef það er manni algjörlega í óhag að nýta hana...?

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum