30. október 2003  #
Vetrarfrí og Nintendo Nostalgía

Mikið var ég fegin þegar ég vaknaði í morgun, mun hressari en í gær. Reyndar svimaði mig pínu í dag eins og í gær en var öll hressari. Vonandi að heilsan fari bara upp á við, ég nenni ekki að vera veik í vetrarfríinu mínu.

Já, ég er komin í vetrarfrí! :) Mæti ekki aftur til vinnu fyrr en næsta þriðjudag. Þetta verður kærkomið frí. Ég ákvað að byrja það á því að drífa mig inn í Kringlu þar sem ég reddaði mér grímubúning fyrir Halloween-partýið hjá Unni og Bjarna. Segi ekki hvað ég keypti ;)

Vinkona Jóa lét okkur hafa fullt af Nintendo-leikjum til að spila í tölvunum. Ég hef endurnýjað kynni mín af Dr. Mario (sem ég hef alltaf elskað :)) og ýmsum fleiri skemmtilegum leikjum s.s. Super Mario Bros og Nemo. Gallinn er bara að mig vantar hana Ástu mína :( Í gamla daga spiluðum við Ásta saman Nintendo og hún var snillingur í leikjum eins og Super Mario Bros. Mér fannst nr. 3 alltaf skemmtilegastur, fullt af sniðugum trikkum og grafíkin flott. En ég er búin að komast að því núna að ég hef gleymt mjög miklu af minni fyrrum færni í leiknum (sem þó var ekki neitt gífurleg fyrir) og ég sé að ég get þetta ekki án Ástu. Hún sá nefnilega alltaf um erfiðustu borðin þar sem þurfti að passa sig að detta ekki ofan í holu. Og þar af leiðandi kemst ég nú ekki lengra heldur en að fjórða borði í fyrsta heiminum. Frekar fúlt. En ég er enn langbest í Dr. Mario :) :)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
2. nóvember 2003 15:58:05
Til lukku með að vera komin í vetrarfrí-njóttu þess til hins ítrasta:)
Þetta lagði Sigrún í belginn
3. nóvember 2003 00:42:03
Takk takk :)
Sjáumst svo hressar í saumó annað kvöld!
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum