9. nóvember 2003  #
Helgin í heild

Föstudagurinn var indæll. Það var ekkert í gangi eftir kennslu, ekkert námskeið, engin teymisvinna, enginn fundur, svo ég gat loksins gert allt sem hefur setið á hakanum í stofunni minni. Ég plataði Jóa m.a.s. inn í hálftíma til að færa með mér kennaraborðið og skáp. Ég fór ekki heim fyrr en kl. fimm. Vona að það séu fleiri svona dagar á næstunni, það er svo þreytandi að hafa aldrei tíma til að sinna stofunni, það er varla tími til að sinna skipulagningu!

Í gærkvöld hélt Hófí upp á 25 ára afmælið sitt. Sangría og fjör :)

Um miðjan daginn í dag smeygði ég mér með Guðbjörgu og krökkunum í bíó. Þetta var verðlaunabíóferð fyrir orkusöfnunina með Latabæjarbókinni. Við fórum á Tristan og Ísold(held þetta sé rétt mynd sem ég er að tengja á) sem reyndist ansi sæt teiknimynd með litlum sem engum tengslum við upprunalegu söguna af Tristan og Ísold. En alveg ágætt samt :)

Eftir bíóið drifum við okkur í Garðabæinn þar sem kveðjuhóf fyrir Ingunni frænku stóð yfir. Þar voru ljúffengar veitingar og fjöldinn allur af ættmennum.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum