23. febrúar 2003  #
Body Builder ;)
Hárgreiðslukonan mín gaf mér prufu af einhverju voða fínu efni til að setja í hárið á mér áður en ég blæs það til að fá meiri "body" í hárið. Prófaði þetta áðan og er hárið á mér ekkert mikið öðruvísi en vanalega. Ósköp svipað bara. Ætli ég sé ekki eitthvað klaufsk við að nota þetta...? Kannski eins gott, því þetta er svo dýrt að ég tími örugglega ekkert að kaupa þetta hvort eð er ... ;)

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Spark í rassinn!

Theó bauð í kósíkvöld í gærkvöld og mættu þar Lena, Assi, Bára og undirrituð. Við byrjuðum á því að fá okkur pizzu frá Dominos. Við mættum tímanlega til að sækja pizzurnar og voru þær ekki tilbúnar þegar við vorum búin að borga svo við stilltum okkur upp til að bíða eftir að þær yrðu kallaðar upp eins og okkur var sagt að yrði gert. Svo við biðum...og biðum...og biðum. Loks spurðum við um pizzurnar og viti menn, voru þær þá ekki bara búnar að standa í hillunni í 5-10 mínútur og dunda sér við að kólna meðan garnirnar okkar gauluðu. Engum datt í hug að láta okkur hafa þær þegar þær komu úr ofninum. Ég gæti alveg gargað á þetta lið hjá Dominos! Ég þoli ekki svona skipulagsleysi, af hverju í ósköpunum geta þau ekki passað upp á að kalla upp allar þær pizzur sem eru tilbúnar? Af hverju er ekki hægt að hafa sérröð fyrir þær pizzur sem eru tilbúnar og aðra röð fyrir þær sem eru það ekki og þá sem eiga eftir að panta?
     En sem sagt, Bára kom með "Bend it like Beckham" sem ég hafði mikla ánægju af að sjá á nýjan leik. Frábær mynd :) Við stóðum okkur einnig eins og hetjur við að háma í okkur sælgæti og snakk (og popp í mínu tilfelli) þar til við stóðum öll á blístri. Ég skil ekki einu sinni hvernig Theó, Lena og Assi höfðu orku í að fara á Grand Rokk eftir að mér var skutlað heim, en þau eru nú líka algjörar hetjur í þessum málum :)

En nú er víst nóg komið af slóri og hangsi, árshátíðin búin og kominn tími til að snúa sér að alvarlegri málefnum. Ég þarf að gefa mér gott spark í rassinn núna og halda áfram að vinna í lokaverkefninu mínu.

Ég er algjörlega sammála henni Helgu Sigrúnu um að D-bekkurinn djammi nú ærlega saman í maí til að fagna útskrift og komandi glæstri framtíð. Helga mín, við bara vinnum að þessu! I´m in!!! :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum