16. mars 2003  #
Áttfætt innrás

Planið var að nota alla helgina í lokaverkefnisvinnu og vera rosalega dugleg. Dagurinn í gær fór fyrir lítið og ég byrjaði seint í dag. En það er svo sem ég lagi, ég er samt búin að ná að vera pínu dugleg :) Ekki voru þó allir á því að leyfa mér að vinna í friði í dag, stærðarinnar könguló barðist við mig um íslensku orðabókina. Mér brá svo þegar ég tók fram bókina og sá köngulóna á kilinum að ég öskraði upp yfir mig. Hló síðan að látunum í sjálfri mér og náði mér í plastglas til að hjálpa andstæðingnum út. En áður en ég fór með glasið út kom náttúrufræðikennarinn skyndilega upp í mér og mér datt í hug að það væri nú gaman að bæta köngulónni í dýrasafnið mitt (sem inniheldur allt í allt eina stóra og feita býflugu) svo ég setti glasið frá mér á gluggakistuna inni í stofu. Meðan ég var að taka ákvörðun um þetta ákvað ég að stinga smávegis gat á plastglasið til að kæfa nú ekki köngulóna svona einn tveir og þrír. Að sjálfsögðu tókst mér að velta glasinu um koll og áttfætlingurinn var fljótur að forða sér frá þessum brjálæða náttúrufræðingi með því að smeygja sér bak við ofninn. Nú situr kvikindið líklega þar og hlakkar yfir ósigri mínum. Næst þegar ég reyni að bæta við í náttúrufræðisafnið mitt ætla ég að leggja til atlögu við þau dýr sem hafa þegar gefið upp andann og haldið á vit feðranna!
     Í öllum hamaganginum varð mér hugsað til hennar Theó minnar sem seint mun kallast aðdáandi áttfættra smádýra... Theó, ég lofa að reyna að ná köngulónni áður en þú kemur næst í heimsókn :)
     Til að líta á jákvæðu hliðarnar, ætla ég að leyfa mér að túlka þessa óvæntu innrás sem merki um að vorið sé að koma. Það styttist alla vega í sumarið :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum