18. mars 2003  #
Hlátur í poka

Sumum finnst hálf "creepy" að eiga Elmo sem hægt er að kitla. Mér finnst það vanalega ekki...nema þegar ég er ein heima að kvöldi til að leita að einhverju inni í geymslu, rek mig í pokann sem er fullur af gömlum böngsum og set geðveikislegan hláturinn í Elmo óvart í gang. Þá er svolítið óhuggulegt að eiga svona Elmo, ég viðurkenni það... ;) Það er sagt að hláturinn lengi lífið en ég get varla tekið undir það þegar hláturinn kemur frá litlum rauðum böngsum sem valda manni hjartastoppi í skuggalegum geymslum.

Ég veit ekki hvort Sigrún hefur verið mjög sátt fyrr í kvöld... Við erum báðar að bíða eftir að ný sería hefjist af Boston Public og hún reyndar meira en ég því ég horfði ekki nægilega mikið á síðustu seríu. Eitthvað er Skjár 1 þó að bregðast skyldum sínum því þetta er í þriðja sinn sem maður sest niður fyrir framan skjáinn til að horfa á Boston Public og aldrei kemur neitt. Síðustu tvö skipti voru sýndir gamlir þættir og í kvöld kom einhver allt annar þáttur. Ekkert slæmur þáttur, bara ekki alveg það sem beðið var eftir. Næsta þriðjudag ætla ég alla vega að vera það skynsöm að taki því ekki sem gefnu að boðið verði upp á nýjan þátt af Boston Public...sama hverju Skjár 1 lofar!

Var að leita að snjókallamyndum Calvins á netinu í kvöld fyrir ferlimöppuna í samfélagsfræði og rakst þá á þessa skemmtilegu síðu með upplýsingum um nýja og áhugaverða (en þó líklega illa lyktandi) íþróttagrein. Reyndar kannski frekar fyrir hitt kynið en við stúlkurnar gætum kannski reynt... ;) hehe


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum