25. mars 2003  #
Örbylgjusnakk og Tarantúlusamband kvenna

Vissuð þið að það er til örbylgjusnakk? Nú er ég ekki að tala um örbylgjupopp heldur örbylgjusnakk. Afskaplega furðulegt. Ég sem sagt keypti í 10-11 einn pakka af beikonstjörnusnakki sem er í svipuðum poka og örbylgjupoppið og er hitað í 1-3 mínútur. Mæli ekki með snakkinu sjálfu, það var frekar vont, en ef þið viljið til gamans prófa að búa ykkur til snakk í örbylgjuofninum þá er þetta málið!

Skjár 1 lét loksins verða af því að sýna fyrsta þáttinn í nýju Boston Public seríunni. Þetta er alveg hörkuspennandi, læt mig sko ekki vanta fyrir framan skjáinn næsta þriðjudagskvöld ;)

Eftir skólafjörið leyfði ég mér að detta inn í Jay Leno og fylgdist þar sem 9 ára gamalli stelpu sem safnar tarantúlum. Hún á 26 tarantúlur og er m.a.s. meðlimur í Tarantúlusambandi kvenna . . . það er nú enn eitt fyrirbærið sem ég vissi ekki að væri til. Já . . . vonandi munu afkomendur mínir hafa meiri áhuga á að safna frímerkjum en tarantúlum!


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum