2. apríl 2003  #
Stílbrot í Hamri
Við vorum nokkrar af yngri barna sviðum sem mættum upp í Kennó seinni partinn í dag til að hengja upp þrívíðu röraformin okkar til að hafa á sýningunni sem haldin verður á morgun. Við komumst að þeirri niðurstöðu að flestar okkar hefðu vandað sig meira við gerð formanna og fest þau betur með fleiri pípuhreinsurum ef við hefðum vitað að það ætti að drösla þessu neðan úr listgreinahúsi og upp í Kennó og hengja þetta þar upp í rjáfur. En það vissum við ekki og flest formin hrundu í sundur þegar við önduðum á þau. Við gerðum okkar besta til að klambra þessu saman og þar sem við sáum að það yrði útilokað að þetta myndi hanga saman hátt upp í lofti, þá skelltum við þessu utan á handrið og létum gott heita. Vonandi fær húsvörðurinn nú ekki flog ef þetta hrynur allt í sundur og rör og pípuhreinsarar detta út um allt. Vanalega má nefnilega ekki hengja neitt upp í nýbyggingunni (verkin okkar hafa verið rifin niður og þeim týnt) og ég hef grun um að það muni taka verulega á taugarnar hjá stílistunum í Kennó við að sjá þetta röradrasl utan á glæsilega glerhandriðinu. Ég tala nú ekki um ef arkitektarnir líta nú óvænt við og sjá að byggingin lítur ekki lengur út fyrir að vera fangastofnun...úff!

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Flott gabb

Sko viti menn, sagði ég ekki að ég kæmist að því síðar ef ég hefði verið göbbuð - Aprílgabb Íslandsbanka var í raun bara aprílgabb Bjarna. Vel gert, Bjarni ;)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum