3. maí 2003  #
Föstudagur til frama, laugardagur til lukku

Um kvöldmatarleytið í gær var lokahóf í Bláa salnum í Kennó en það var hún Fríða hetja sem stóð fyrir því. Því miður var enginn sem tók að sér að skipuleggja þetta í tæka tíð en Fríða reddaði málunum nú í vikunni, pantaði snittur og áfengi og sendi út tilkynningar til allra sem áttu að mæta og þetta gekk upp. Reyndar var enginn dúkur á veitingaborðinu og engir voru með skemmtiatriði en þetta var mjög skemmtileg stund sem við áttum þarna saman nemendur og kennarar.

Eftir lokahófið fórum við sífjörugu D-bekkingar heim til Helgu Sigrúnar þar sem við héldum áfram að skemmta okkur. Við Sigrún stóðum okkur alveg prýðilega í hlutverki skemmtanastjóra og skemmtum okkur alla vega stórvel sjálfar ;) Ég var sami leiðindapúkinn og alltaf og fór heim í kringum miðnætti því ég nennti ekki í bæinn. Mikið agalega er maður illa settur, mér finnst leiðinlegt að djamma niðri í bæ og ég drekk ekki bjór. Það liggur við að mér finnist ég vera frá einhverri rangri plánetu...

Í dag skruppum við Sigrún í laugardagsbíltúr yfir Hellisheiðina og fengum veitingar hjá henni móður minni. Ósköp indælt :) Ótrúlega lítið mál að skreppa svona á Selfoss, þetta er svo stutt.

Í kvöld vorum við boðin í mat til Arnar og Regínu...og Daníels Helga :) Ég fletti í gegnum teiknimyndasögur ásamt Daníel Helga meðan Jói og Örn skoðuðu tölvukerfið í stofunni og Regína undirbjó veitingarnar. Við fengum mjög góðar fajitas/mexíkóskar pönnukökur/tortillas/(eða hvað svo sem þetta kallast) með ostasósu, kjúklingi og alls kyns áleggi. Virkilega gott :) Eftirrétturinn, súkkulaðiís með jarðarberjum og ananas (sem Daníel Helgi sagði mér að pabbi sinn hefði valið því hann væri elstur) var einnig fínn. Þetta var alveg frábært kvöld og ég get ekki beðið eftir að við Jói eignumst líf þar sem við eigum frí á kvöldin til að geta átt skemmtilegar stundir með vinum og vandamönnum.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum