19. júní 2003  #
Fínn dagur :)

Eftir vinnu í dag fór ég að sækja um leyfisbréfið mitt hjá menntamálaráðuneytinu. Það tekur víst 1-2 vikur þangað til þeir senda mér 5000 kr. gíróseðilinn og þegar ég verð búin að greiða fyrir hann, þá senda þeir mér leyfisbréfið og ÞÁ verð ég orðin löggiltur kennari! Úff, flókið!

Hafði tíma til að drepa áður en ég átti að sækja myndir í framköllun svo ég lagði bílnum niðri við Ingólfstorg, keypti mér voða fínan ís og rölti með hann í góðviðrinu yfir á Austurvöll. Þar er í gangi frábær sýning frábær sýning á ljósmyndum eftir Yann Arthus-Bertrand. Náði ekki að skoða nema brot af myndunum en ætla að snúa aftur síðar með meira klink í stöðumæli og skoða allar myndirnar.

Grillaði léttreyktar svínasneiðar handa okkur Jóa og kláraði gasið af kútnum. Hér verður því ekki grillað meir fyrr en við reddum nýjum kút.

Svo er ég að fara í saumaklúbb til Lindu á eftir :) Hlakka til að hitta stelpurnar!


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum