25. júní 2003  #
Vitlaus pizza
Féll fyrir "1100-króna-tilboðinu" hjá Pizza Hut í kvöld. Skrapp á Hótel Esju til að bíða í langi röð svo ég gæti farið með vitlausa og miður góða pizzu heim. Gerði mér reyndar ekki grein fyrir því fyrr en heim var komið. Sú sem tók pöntunina ákvað að ég þyrfti tilbreytingu frá Hawaii-pizzunni og tilkynnti bökurunum að ég ætti að fá Amerikana-pizzu. Ég hringdi að sjálfsögðu á Pizza Hut og benti þeim góðfúslega á mistökin og bjóst við að mér yrði send rétt pizza. En nei, þar sem þetta var Take-away þá mátti sú sem ég ræddi við aðeins bjóða mér að koma sjálf á staðinn og fá rétta pizzu eða fá inneign skráða í tölvukerfið sem ég gæti nýtt mér seinna. Fyrri möguleikinn hljómaði einstaklega óspennandi þar sem mig langaði lítið að snúa aftur í röðina við afgreiðslukassann þeirra, hvað þá að fara aftur út í bíl og keyra þangað, svo ég þáði inneignina (sem var reyndar ekki skráð inn í tölvukerfið fyrr en ég hringdi aðeins seinna um kvöldið til að kanna málið betur) og við Jói reyndum með takmörkuðum árangri að ímynda okkur að pepperonið og sveppirnir væru skinka og ananas.
     Ekki besta þjónusta í heimi...en pizzurnar eru góðar...þ.e.a.s. þegar maður fær réttu pizzurnar ;)

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum