27. júní 2003  #
Þunnildi í landi Óla Lokbrá

Guðbjörg, Karlotta og Oddur birtust í vinnunni hjá mér í dag. Oddur var að fá mælitæki niður um nebbann og Karlotta fékk að sitja hjá mér á meðan og teikna. Gaman að geta montað sig við vinnufélagana af þessum dásamlegu börnum ;)

Ég fór um daginn í Rúmfatalagerinn til að kaupa mér eins sæng og er í Sælukoti en komst að því að þeir framleiða ekki svoleiðis sængur lengur. Þeir áttu aðra sæng sem hefði getað komið til greina en ég vildi hugsa málið. Í dag gerði ég mér aðra ferð þangað til að kaupa sængina en þá voru þær sængur ekki heldur til! Asnalegi heilsukoddinn sem ég keypti um daginn (og borgaði sem betur fer ekki meira en 490 kr....hmm, kannski þess vegna sem hann er ömurlegur hehe) hefur verið gerður útlægur úr rúminu og gamli útþynnti koddinn kominn aftur. Í staðinn fyrir að finnast ég vera að sökkva mér í dúnmjúka og alltumlykjandi skýjabólstra þegar ég fer í háttinn, fæ ég yfirleitt á tilfinninguna að ég sé að sofa með þvottapoka undir hausnum og breiða yfir mig viskustykki!
Sængurnar eru væntanlegar aftur eftir tvær vikur og þá held ég að ég verði nauðsynlega að gera mér ferð þangað til að kaupa mér bæði sæng og kodda.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum