4. júní 2003  #
Heimsóknartími

Mikið um heimsóknir í dag :)

Við mamma heimsóttum ömmu eftir búðarleiðangurinn okkar í dag. Við vorum að leita að jakka sem ég gæti verið í við útskriftina 14. júní og fundum loks einn fínan á aðeins 3000 kr. í Kello í Hamraborg Kópavogs. Ekki amaleg kaup það!

Eftir kvöldmat skrapp ég í Grafarvoginn þar sem ég heimsótti tengdamömmu. Við spjölluðum um heima og geima og ég fór heim með tjaldið hennar sem hún ætlar að lána okkur Jóa. Við ætlum að prófa að tjalda því við bústaðinn um helgina og gá hvort við kunnum yfirleitt að tjalda...betra að kanna það áður en við förum með það í langferð og þurfum að gista í því ;)

Áður en ég yfirgaf Grafarvoginn fór ég að leiðinu hans pabba. Þar var kyrrð og ró í loftinu eins og alltaf en ég tók eftir að grasið í garðinum hefur fengið að spretta ansi mikið. Held það sé kominn tími á að einhver hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur taki sig til og slái grasið svo legsteinarnir hverfi nú ekki alveg.

Því næst fór ég til tengdapabba. Við spjölluðum líka um heima og geima og ég fór heim með gítarkennslumyndband sem ég fékk lánað. Nú ætti ég að geta lært á gripinn...vonandi! :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum