31. júlí 2003  #
Stelpukvöld með Stefu Pefu
Við Stefa skelltum okkur á Stelpubíódaga í Kringlubíó í kvöld og sáum Jet Lag eða Décalage Horaire eins og hún heitir á frummálinu. Sem betur fer kipptu bíóstarfsmennirnir myndinni í lag eftir fyrstu mínúturnar en í upphafi voru allir teygðir eins og þeir hafi verið settir í plankastrekkjarann hans Sigga Sigurjóns og textinn sást ekki. En þegar allir voru hættir að vera langir og mjóir kom fljótt í ljós að myndin er voða sæt. Ekki mynd sem allir myndu fíla en við Stefa vorum hæstánægðar, þetta var mynd að okkar skapi. Ég hitti tvær kennódömur í bíó, þær Jóhönnu á dönskuvalinu og Þórönnu líffræðigellu.
Eftir myndina fórum við Stefa í bæinn þar sem við settumst inn á Ara í Ögra og fengum okkur sitt hvort rauðvínsglasið. Fyrir utan Ara í Ögra rákumst við á Þóru og Árnýju úr þýskudeild Terra Nova, fyrir innan sat Aða sem var fyrrum í þýskudeild Terra Nova og á næsta borði við okkur sat Bloggari Sverrir Guðmundsson. Sem sagt, ég hitti fullt af fólki sem ég þekki sem gerist nú ekki oft þrátt fyrir að Ísland sé lítið land og allt það.
Við æskuvinkonurnar kjöftuðum non-stop eins og okkur einum er lagið og ætlum að hittast á morgun og gera eitthvað skemmtilegt saman þar sem hvorug okkar er að vinna á morgun ;)

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum