11. ágúst 2003  #
Iðnaðarmenn og sjóræningjar

Leit við í skólanum mínum til að spjalla við skólastjórann og deildarstjóra yngsta stigsins. Fann engan og komst að því mér til hrellingar að iðnaðarmenn ráða enn ríkjum í stofunni minni. Vonandi verða þeir fljótir svo ég geti farið að undirbúa stofuna þegar ég kem eftir helgi...

Og talandi um skóla... maður vinnur víst ekki alla - en suma þó ;)

Við Jói fórum með Elísabet og Georges á Pirates of the Caribbean sem reyndist hin allra besta skemmtun. Mun fyndnari en ég bjóst við. Veit ekki hvort ég hreifst alveg jafnmikið af Johnny Depp eins og Unnur en viðurkenni þó að hann var mjög flottur í myndinni ;) Er samt sammála henni að Depp er mjög magnað fyrirbæri, hann hefur leikið svo ótrúlega fjölbreytt hlutverk í gegnum tíðina og er einhvern veginn með svo ævintýralegt útlit að maður gæti aldrei farið að taka mynd með honum alltof alvarlega :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum