14. ágúst 2003  #
Salibunan í frönsku Ölpunum
Áhugavert... Ég fann mynd á netinu sem lýsir nokkurn veginn útsýninu sem blasti við mér þegar Jean-Claude var búinn að draga mig með sér upp á einhvern stjarnfræðilega háan fjallstind og það var komið að mér að renna mér niður. Þessi mynd er kannski ekki af nákvæmlega sömu fjöllum en svona leit þetta út og ég sá ekki einu sinni fram fyrir brekkuna og hversu brött hún væri.
Þó þessi hræðilega misheppnaða tilraun til að skíða í aðeins erfiðari brekku (ekki að mínu eigin frumkvæði!) hafi endað með martraðarrennsli á maganum niður ca. 200 m þar sem ég var á leiðinni að forða mér í lyftuna aftur, þá held ég samt að þetta hefði líklega endað verr ef ég hefði látið mig dreyma um að skíða þarna niður...!
Hér er plan af skíðasvæðinu öllu; hótelið okkar og aðalskíðabrekkurnar okkar voru þarna til hægri í Alpe D´Huez nálægt græna svæðinu.

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Kvikmyndabaktería, tölvubaktería og aðrar bakteríur

Guðbjörg fékk að gista hjá okkur í nótt þar sem hún var að taka flugið snemma í morgun austur á Höfn í Hornafirði til að fara á námskeið. Við nýttum tækifærið systurnar og skruppum í verslunarleiðangur í Kringluna og horfðum síðan á video um kvöldið. Stórfínt :)

Í dag lauk ég mínum síðasta vinnudegi á St. Jósefsspítala. Sumarið er búið að vera ótrúlega fljótt að líða. Samstarfskonur mínar í móttökunni voru ótrúlega elskulegar við mig í dag (sem og alltaf :) ) og leystu mig út með svakalega góðri ostaköku sem við gæddum okkur á í morgunkaffinu og rósum þegar ég fór heim.

Jói var kominn heim úr vinnunni í kringum hádegi líkt og ég sökum veikinda. Og ég er ekki frá því að ég sé að verða veik líka. Svimar, er frekar kalt og alltof heitt, þvöl og með hausverk. Jæja, það þýðir víst ekki að fárast yfir því, best að ná þessu bara úr mér áður en ég byrja í skólanum á mánudaginn. Mömmu datt nú í hug að við Jói hefðum kannski bara fengið tölvuorminn ógurlega þó tölvurnar okkar hafi sloppið. Tölvur mömmu og Sigrúnar voru ekki jafnheppnar, þær smituðust af tölvuorminum og voru báðar undir tölvulæknishöndum Jóa í dag. Þær eiga nú að vera orðnar hraustar á ný. Kannski við getum kannski sótt eitthvað forrit á netið sem læknar okkur sjálf :) hahaha

Aldeilis skemmtilegur afmælisdagur sem Jói fær, slappur og veikur og síðan rigning og suddi í þokkabót! Úff! En hann kvartar ekki frekar en endranær ;)

Þar sem ég nennti ekki að hanga í tölvunni í kvöld með sljóan haus eða lesa eða gera neitt annað sem myndi á einhvern hátt reyna á slappar heilasellurnar þá komst ég á einhvern hátt út á videoleigu í kvöld og leigði mér The Never Ending Story og A Little Princess. Er búin að horfa á þá fyrrnefndu sem ég var að sjá í fyrsta skipti. Nei, nei, ekki hneykslast, það er ekki mér að kenna að ég sá hana aldrei þegar ég var yngri, ég var víst of ung til að sjá hana í bíó og svo varð aldrei úr að ég sæi hana á video... fyrr en núna. Ég las bókina að sjálfsögðu á mínum yngri árum og annað hvort er ég búin að gleyma svona miklu úr henni og er farin að rugla eða það vantaði heilan helling í myndina. Best að grípa bókina í næstu bókasafnsferð og rifja hana upp. Mér finnst boðskapurinn frábær, að það sé mikilvægt fyrir mennina að halda fast í ímyndunaraflið. Held ég gæti ekki verið meira sammála. Horfi síðan á Litlu Prinsessuna á morgun :)


Leggja orð í belg
5 hafa lagt orð í belg
15. ágúst 2003 00:11:51
Ekkert of ung
Þú varst ekkert of ung til að sjá The Neverending Story í bíó. Ég sá hana í bíó og við erum jafngömul. Þannig að ég hneykslast rosalega ;)
Þetta lagði Óli Gneisti í belginn
15. ágúst 2003 00:15:53
Of ung til að sjá hana í bíó? Hvað ertu gömul? Bara forvitin... :)
Þetta lagði unnur í belginn
15. ágúst 2003 00:41:34
Hún hefur nú æviágrip á síðunni svo þetta er ekki flókið, þurfti ekki að nota nein persónunjósnatæki til að komast að aldri hennar. Hún er fædd árið sem The Smashing Pumpkins fluttu lag um.
Þetta lagði Óli Gneisti í belginn
15. ágúst 2003 01:07:28
Sko...
Sumir eru að þykjast vera svon einbeittir við ritgerðarvinnu að þeir hafi ekki tíma til að fletta svona smotteríi upp ;p
Annars sá ég NeverEndingStory í bíó og þessi mynd var það eina sem bekkurinn talaði um í margar vikur og svo var vídjóið með laginu alltaf í sjónvarpinu og ég man hvað mér fannst það geðveikt flott. Svo uppgötvaði ég bókina og ah... hún er æði, hlýt að hafa lesið hana 100 sinnum :)
Þetta lagði Unnur í belginn
15. ágúst 2003 10:30:27
Svona er nú það! ;)
Sko, ég var ein af þessum litlu stelpum sem var með lítið hjarta sem hræddist auðveldlega og sá bara sætar dúllumyndir í bíó þegar ég var lítil hahahaha ;)
PS. Unnur, ég á víst að kallast 24 ára en er samt í rauninni alltaf tvítug ;) hehe
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum