4. ágúst 2003  #
Verslunarmannahelgin á enda

Fín verslunarmannahelgi þetta árið :) Sól og steik næstum út í eitt. Vinakvöld á föstudagskvöldið, fjölskyldudagar laugardag og sunnudag og loks letileg duglegheit heima við í dag. Alls ekki slæmt.

Jói er búinn að tengja fartölvuna mína við skjá og ég er búin að færa mig út í horn við tölvuborðið þar. Sem þýðir að ég get loks haft skrifborðið laust til að föndra, æfa mig að teikna og skipuleggja skólastarfið. Reyndar svolítið skrýtið að vera kominn á venjulegt lyklaborð, ég er orðin svo vön fartölvulyklaborðinu að ég geri eintómar vitleysur núna. En þetta venst að sjálfsögðu :)
Skrifborðið varð reyndar ekki sjálfkrafa hreint og fínt við að færa fartölvuna út í horn...ég þurfti fyrst að grafa það upp úr alls kyns öðru drasli sem ekki var á sínum rétta stað. Svo ég er búin að vera ansi dugleg við tiltektir í dag :)

Kvöldmaturinn samanstóð af enn einni steikinni en við grilluðum voða fínar BBQ-lambasneiðar og vorum með fullt af góðu meðlæti. Nú ætla ég að leggjast út af, hneppa frá efstu tölunum á buxunum og slappa af í kvöld :)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
4. ágúst 2003 23:44:54
sólarinnar helgi
vá maður verður bara sólbrúnn á lýsingunum! þetta hefur verið heljarinnar helgi í sólinni og næsheitunum! það er verið að mála og leggja parket hjá mér og nýtt klósett á ganginum í Nestúni, fékk fólk úr Galtalæk til að fara og kíkja á gluggana áðan á heimleiðinni! ég enn að pakka bara ... bestu kveðjur,
Þetta lagði Steinunn í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum