8. ágúst 2003  #
Fjölgreindadagurinn

Mikið var ég fegin að vera í fríi í dag þar sem mér bauðst alveg einstakt tækifæri til að vera viðstödd fyrirlestra Howard Gardners o.fl. á vegum Íslensku menntasamtakanna í Kennó í dag. Mér finnst frábært að hafa fengið að hlusta á fjölgreindagúrúinn í eigin persónu, en það hefði samt verið gaman ef fyrirlestrarnir hefðu verið örlítið minna fræðilegir og meira inni á praktískari nótunum.
Kona Gardners, Ellen Winner, var með mjög áhugaverðan fyrirlestur um listakennslu í skólum og svokölluð áhrif hennar á aðrar námsgreinar skólans. Kom með margar góðar athugasemdir sem fengu mann til að hugsa en hún er fylgjandi listgreinakennslu listgreinanna vegna en ekki eingöngu sem aðferð til að bæta hag annarra námsgreina sem taldar eru "merkilegri".
Já, ég er mjög ánægð með daginn :)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
10. ágúst 2003 22:59:01
Eg hefði sko alveg verið til í að vera þú þennan dag:)

Þetta lagði Sigrún í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum