1. janúar 2004  #
Endurkoma janúars og konungsins

Öllum, sem vilja það til sín taka, færi ég hamingjuóskir á nýju ári. Þakka kærlega fyrir árið tvöþúsundogþrjú, megi það hvíla í friði.

Á tuttugu mínútum eða svo á gamlársdag, grófum við bílinn okkar upp úr skafli. Litum inn í smákökukaffi hjá tengdamömmu áður en við ókum enn á ný austur fyrir fjall til að verja áramótunum á Selfossi. Veðurguðirnir ákváðu hins vegar að sitja sem fastast í Reykjavík þar sem þeir buðu borgarbúum upp á blankalogn í bland við áramótakampavínið og flugeldana. Við máttum hins vegar kljást við nístingskulda, vindofsa og skafrenning þegar við hættum okkur út til að fylgjast með öðrum veðurbörnum hetjum skjóta upp flugeldum. Flúðum fljótlega inn og fylgdumst með dýrðinni út um gluggann og forðuðum okkur þar með frá því að verða úti í kuldanum. Brennunni fyrr um kvöldið var m.a.s. aflýst. Þetta var samt allt hið ánægjulegasta :)

Ekki er nú hægt að koma með áramótablogg án þess að tjá sig um skaupið. Ég varð fyrir smá vonbrigðum með skaupið, kannski búin að gera mér of háar vonir eftir mjög góð skaup síðustu tveggja ára. Þetta skaup átti alveg stórgóða punkta sem vel var hægt að hlæja að, en þeir voru samt of fáir. Þeir verða vonandi í hærra hlutfalli um næstu áramót.

Þar sem við komum aftur í bæinn í dag ákváðum við að skella okkur á þriðja og síðasta hluta Hringadróttinssögu í kvöld. Valið stóð milli Smárabíós (kl. 20:00) og Regnbogans (kl. 20:30) og það varð úr að við fórum í Smárabíó. Komumst að því þegar þangað var komið að það var uppselt en bent var á að Regnboginn væri með laus sæti og gátum við keypt miðana í Smárabíói. Síðan stukkum við út í bíl og vorum komin með góðum fyrirvara niður í miðbæ.

Myndin olli mér engum vonbrigðum en ég fann hins vegar til með stráknum sem sat við hliðina á mér og sendi og fékk sms á fimm til tíu mínútna fresti allan tímann meðan á myndinni stóð. Held hann hljóti að hafa séð eftir því að hafa borgað sig inn. Ég lét hann samt ekki trufla mig og naut myndarinnar í botn! Virkilega áhrifamikil, ég var ýmist með samanbitnar tennur af spenningi, með munninn galopinn af lotningu (og stundum skelfingu) eða með tárin í augunum af eintómri tilfinningasemi. Einkar móttækilegur og meðfærilegur áhorfandi ;) Ég verð að viðurkenna að ég er ánægð með það hvernig þessi mikla tríólógía hefur náð að heilla mig. Ég gat ekki beðið eftir að losna út af nr. 1 og ætlaði ekki að sjá framhaldið, sættist svo við hana, sá nr. 2 og fannst hún mjög góð og var síðan gagntekin af þessari! Það er greinilega best að mynda sér ekki skoðun of snemma ;)

Ég er enn á sömu skoðun og áður, fólk á ekki að fara með lítil börn á þessa mynd. Samt eru alltaf einhver "gáfumenni" sem virðast stunda það. Hvað er eiginlega að?!?


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
2. janúar 2004 13:47:09
Gleðilegt ár!
Sæl frænka og gleðilegt nýtt ár. Við hjónin eigum eftir að bregða okkur í bíó, erum mjög spennt fyrir LOTR 3, okkur hefur bara vantað barnapíu en það stendur til bóta ;-)! Farðu vel með þig!
Þetta lagði Anna í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum