20. janúar 2004  #
Unnsteinn tæklar Nýja-Sjáland

Unnsteinn frændi er á leiðinni út í heim á morgun. Til Nýja-Sjálands! Í heilt ár! Agalega langt í burtu og agalega langur tími. Ég veit að mér fannst þetta ekki svo langt þegar ég fór til Frakklands, en það var ekki svona fjarlægur staður og ég var reyndar ekki í alveg heilt ár...og...og...já, svo er það líka bara öðruvísi. Það er nefnilega öðruvísi að vera sá sem er á leiðinni út í heim heldur en að vera hluti af þeim sem verða eftir heima.

En hvernig læt ég! Ég má ekki alveg gleyma mér í því hvað ég á eftir að sakna hans, það er víst best að hætta að láta eins og sú gamla frænka sem ég greinilega er orðin...hmmmm Þetta verður örugglega svaka ævintýri hjá honum, ekki allir sem fara hinum megin á hnöttinn til að skoða sig um.

Unnsteinn, skemmtu þér nú vel og hafðu það virkilega gott úti.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Næturblogg svefnvana eymingja
Það fer ekki á milli mála að ef maður sefur af manna völdum bróðurpartinn af deginum, þá sefur maður ekki mikið um nóttina. Ég fór að sofa kl. hálftólf í gær (áðan? fyrr í nótt? eða er kominn morgunn? whatever! er of sloj og vönkuð til að greina það námkvæmlega!), vaknaði kl. hálfþrjú og gerði mér grein fyrir að ég væri ekki á leiðinni að sofna aftur. Gafst upp, fór fram og fór að lesa. Held samt ég reyni núna (tæplega fimm) að fara aftur að sofa. Það er annaðhvort það eða dubba mig upp og tékka á næturlífinu...... þannig að ég held ég fari bara upp í rúm.

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum