20. október 2004  #
Stöndum þétt saman, snúum bökum saman
Jeminn eini, miðvikudagskvöld eru að verða fitandi... ;) Fór niður til Helgu áðan til að horfa á Bráðavaktina og fyrirsætugellurnar á Skjá 1. Helga var með fullt af fitandi og skemmtilegum veitingum - namminamm! ;)

Ég held samt að ég þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur því ég var svo ótrúlega dugleg að hreyfa mig í dag. Kröfugangan fór frá Hlemmi og niður á Ingólfstorg þar sem við stóðum í kulda og trekki og hlustuðum á ræðuhöld og söng. Að útifundi loknum var gengið aftur tilbaka og alla leið yfir í Bólstaðarhlíðina þar sem ég var með bílinn minn eftir hádegiskaffið með Helgu Steinþórs og Rakel. Löng ganga? Já. Reyndi á þrek og krafta? Já. Eina líkamsræktin í dag? Nei. Eftir gönguna miklu fór ég nefnilega í fyrsta leikfimitíma vetrarins.
Kennó-leikfimin hófst í byrjun septembermánaðar en ég hef ekkert komist fyrr en nú. Fyrst var kinnholubólga að hrjá mig svo ég gat ekki beygt mig fram og síðan tók hin vanvirka vinstri hendi við. Nú virðist hún reyndar komin í lag svo að ég get aftur farið að taka þátt í leikfiminni, passa bara að muna eftir spelkunni. Fyrsti leikfimitíminn er alltaf erfiður. Maður er alveg dottinn úr formi og býst á hverri stundu við að detta niður dauður af þreytu. Hvað þá þegar hinar í leikfiminni eru þegar búnar að æfa sig án manns í tæpa tvo mánuði og leikfimikennarinn er farinn að miða við þær en ekki svona aumingja sem mæta alltof seint... En þrekið hlýtur að koma með æfingunni.

Svo ég snúi mér nú aftur að kröfugöngunni okkar... Ég var mjög ánægð að sjá hvað það voru margir í göngunni og stolt af öllum flottu spjöldunum. Ég sá reyndar ekki spjaldið sem mér fannst svo flott fyrir utan Karphúsið (enda ekki von að maður nái að sjá allt í svona stórri þvögu) en það voru mörg flott þarna. Eitthvað fórum við samt fyrir brjóstið á konu nokkurri sem gekk á móti göngunni upp Laugaveginn því hún sá sig knúna til að garga illilega að okkur ókvæðisorðum. Hálfaumkunarvert.
Þrátt fyrir að kennarastarfið sé kvennastétt þá voru það nú aðallega karlmenn sem sáu um upplyftingaratriði á milli ræðuhalda. "Drengjakór" Réttarholtsskóla sló í gegn með Stuðmannalagi og stóð sig frábærlega þrátt fyrir misjafna sönghæfileika ;) Húrra fyrir þeim!
Það var fimbulkuldi á Ingólfstorgi og ég skildi engan veginn hvernig húfulausir göngumeðlimir náðu að halda út án þess að fara beinlínis að gráta vegna kulda. Sjálf var ég dúðuð frá toppi til táar en var samt ískalt. En við létum nú ekki deigan síga fyrir því, settum stuðning okkar og kröfur bara fram á föstu, frosnu formi ;)

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
20. október 2004 23:29:51
Veðurguðirnir hafa hjálpað ykkur til láta samninganefnd sveitarfélaganna sjá hvað þið eruð ísköld (cool)í ykkar afstöðu.
Þetta lagði Mamma í belginn


Kröfuganga í dag
Þeir sem vilja styðja við kjarabaráttu kennara eru velkomnir í kröfugöngu frá Hlemmi kl. 15 í dag. Gengið verður niður á Ingólfstorg með Lúðrasveit verkalýðsins í broddi fylkingar. Á Ingólfstorgi verða svo ræður og tónlistaratriði. Hveta alla áhugasama til að mæta :)

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
20. október 2004 21:28:10
Samstaða!!!!
Frábær samstaða, annað eins þekkist ekki á landinu og það eftir hátt í 5 vikna verkfall!!!
Þeir sem ekki voru með í dag, voru sko sannarlega með í huganum....
Þetta lagði Rakel í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum