29. október 2004  #
Tilfinningasveiflurnar
Tilfinningarnar eru búnar að sveiflast öfganna á milli í dag.

Þær byrjuðu sem undrun (frétti á náttfötunum í morgun að verkfalli hefði verið frestað og mín væri vænst til vinnu).

Þær urðu að gleði (hlakkaði til að koma aftur, hitta starfsfólkið sem ég hef ekki séð í 6 vikur, byrja að undirbúa kennslu á ný og taka svo á móti nemendum á mánudaginn).

Þær breyttust samt fljótt í ótta (hvernig er eiginlega miðlunartillagan? er hún þannig að hægt sé að samþykkja hana?).

Þær enduðu í reiði og sorg (sorglega hlægileg miðlunartillaga sem er fyrir neðan allar hellur, til þess gerð að halda kennurum áfram niðri á smánarlaunum).

Veit eiginlega ekki hvort ég á að hlæja eða gráta...


Uppfært: Góð grein hjá Daníel Frey - lýsir skoðun flestra, ef ekki allra, kennara í dag!

Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
29. október 2004 18:56:39
Samúðarkveðjur.
Mér finnst það sem maður hefur heyrt um þessa miðlunartillögu í útvarpsfréttum ekki vekja bjartsýni, þó ég hafi kannski ekki vit á þessu.
Kveðja og knús frá mömmu
Þetta lagði Mamma í belginn
29. október 2004 19:49:14
Eins og skrifað út úr mínum huga- fyrir utan náttfötin:)

Þetta lagði Sigrún í belginn
30. október 2004 19:11:12
Við segjum bara nei!
Þetta lagði Rakel í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum