6. október 2004  #
Vinstri hönd í Kópavogi
Leið eins og ég hefði unnið í lottóinu þegar ég svaraði í símann í morgun. Á hinum endanum var læknaritari í Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut sem sagði mér að ég gæti komist að hjá handasérfræðingnum í dag og þyrfti ekki að bíða fram í nóvember eins og síðustu upplýsingar gáfu til kynna :)
Fór og hitti lækninn sem skoðaði hendina og sendi mig í röntgenmyndatöku. Röntgenið sýndi allt í besta lagi, ekkert brotið eða brákað, svo að líklegast er þetta klemmd taug. Ég var látin kaupa mér voða vígalega úlnliðsspelku og á að halda áfram að hakka í mig íbúfen næstu tíu daga. Sjáum til hvað gerist á þeim tíma.
Reyndar var heimilislæknirinn minn búinn að bóka fyrir mig skoðun á Borgarspítalanum á morgun en þar sem það er sams konar skoðun og ég fékk í dag (nema mun tímafrekari og ópersónulegri ef ég þekki Borgarspítalann rétt) svo ég afbókaði það. Óþarfi að borga tvisvar sinnum fyrir sams konar skoðun.

Fékk mér góðan göngutúr í Kópavoginum í dag og rölti yfir í Sunnuhlíð til ömmu og Inga. Þau voru líka í göngutúr en komu heim meðan ég var enn á vappinu fyrir utan húsið að taka myndir af haustgróðrinum. Þau buðu upp á vöfflur og kökur, en sem betur fer náði ég nú samt að labba aftur heim þrátt fyrir allar veitingarnar :) Gleymdi svo að teygja þegar ég kom heim og er strax farin að finna fyrir harðsperrum í lærunum. Veit ekki hvort ég kemst í kennaragöngutúrinn í Heiðmörkinni í fyrramálið...sé til ;)

Setan fyrir framan imbakassann var ánægjuleg í kvöld en ég lokkaði Helgu Sigrúnu upp og við gæddum okkur á nachos og salsa meðan við horfðum á okkar heittelskuðu Bráðavakt. Kíktum svo á America´s Next Top Model sem er einstaklega kvikindislegur og skemmtilegur þáttur ;) hehe Horfði á hann í fyrsta skipti fyrir viku og sé nú fram á að fylgjast með til enda. Ég fell auðveldlega fyrir raunveruleikaþáttum, ég verð alltaf svo obboslega forvitin að vita hver verður sendur heim næst, hvaða skandalar munu gerast o.s.frv. Fylgdist t.d. óvart með Joe Millionaire í fyrra eftir að hafa af tilviljun séð einn þátt en þá var ekki aftur snúið, þá fór forvitnin að drepa mig.

Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
7. október 2004 12:46:32
Haust
Já haustið er greinilega komið.
Fínar myndir hjá þér.
Þetta lagði afi í belginn
7. október 2004 17:36:45
Ég varð nú fyrir miklum vonbrigðum með Bráðavaktina í gær! Ég vil ekkert að þau séu að fara út af spítalanum;)
Þetta lagði Lena í belginn
7. október 2004 22:26:03
Ég er eiginlega sammála, það er alltaf leiðinlegra þegar þættirnir gerast utan spítalans :(
Þetta lagði Sigurrós í belginn
7. október 2004 22:35:55
OG fyrir utan það að Dr.Carter er væntalega í einhverju fríi....það má ekki vera mjög langt frí :)

Þetta lagði Helga Sigrún í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum