12. nóvember 2004  #
12. nóvember 2004
Þó dagurinn í dag hafi vissulega verið svartur dagur í sögu kennarastéttarinnar þá var hann samt ágætur að öðru leyti. Mamma átti afmæli í dag en hún og Guðbjörg komu í bæinn og við höfðum planað að eiga skemmtilegan mæðgnadag. Þær litu við hjá mér í verkfallsmiðstöðinni og heyrðu ræðuna hans Eiríks. Mamma vildi auðvitað rjúka af stað niður á Austurvöll til að mótmæla enda er hún ötull stuðningsmaður kennara. En mér fannst samt óþarfi að leyfa Dóra og Dabba að eyðileggja fyrir okkur afmælisdaginn hennar mömmu (nóg eru þeir búnir að eyðileggja samt) svo að við ákváðum bara að halda okkar striki og nýta stuttan tíma Selfyssinganna í bænum í eitthvað skemmtilegt. Hugurinn var þó að hluta til á Austurvelli.
Við kíktum í Kringluna sem við höfum ekki gert allar þrjár saman síðan...ja ég veit bara eiginlega ekki síðan hvenær. Guðbjörg fann jólaföt á krakkana og mamma fékk sér yndislega mjúkan og bleikan slopp í afmælisgjöf frá dætrunum :) Við fórum svo í útréttingar í Kópavoginum áður en mér var skutlað í sjúkraþjálfun.
Miðbik dagsins var því huggulegt og skemmtilegt eins og planað hafði verið enda neita ég að leyfa yfirgangsseggjum að skemma afmælið hennar mömmu!

Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
12. nóvember 2004 21:03:20
TAKK
Takk fyrir daginn Sigurrós mín. Já, þetta var mjög óvenjulegur afmælisdagur. Nú sit ég hérna nýkomin úr freyðibaði, innpökkuð í bleika sloppinn sem þið gáfuð mér. Því segi ég enn og aftur T A K K.
Kær kveðja til Jóa.
Þetta lagði Mamma í belginn
16. nóvember 2004 18:09:16
Hæ hæ!
Ég vildi bara segja hæ! Svo óralangt síðan ég hef hitt þig og heyrt :( Impossible alveg.
Þetta lagði Theó í belginn
17. nóvember 2004 18:55:40
Halló Sigurrós
Sæl Sigurrós, mikið var gaman að fá heimsókn frá þér og fá að skoða þína síðu. Ég samhryggist ykkur kennurum í þessu ófremdarástandi sem nú ríkir, þetta er með ólíkindum hvað hægt er að traðka á ykkar fólki endalaust. Þið hafið góðan mann í forrystunni hann Eirík, hann var skólabróðir minn í Reykholti og góður vinur að spjalla við. Hann man kanski eftir mér sem teyminu Gurra og Madda en við vorum bestu stöllur og sátum löngum stundum í gluggasyllunum í anddyrinu í Reykholti og hlustuðum á vin okkar Rúkka. Bestu kveðjur, Gurrý aka Gurra
Þetta lagði Gurrý Guðfinns í belginn


Svartur dagur
....................................................................................
....................................................................................
....................................................................................
....................................................................................
....................................................................................
....................................................................................
....................................................................................
....................................................................................
....................................................................................
....................................................................................
....................................................................................
....................................................................................
....................................................................................
....................................................................................
....................................................................................
....................................................................................
....................................................................................
....................................................................................
....................................................................................
....................................................................................
....................................................................................
....................................................................................
Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum