26. nóvember 2004  #
Lífsmark
Jú, ég er enn á lífi ;) Er eitthvað hálfdofin gagnvart blogginu þessa dagana en lifna vonandi bráðum við - jólin að koma og svona :)

Er ýmislegt að gera mér til dundurs þessa dagana.

Við Stefa erum farnar að dansa magadans í Magadanshúsinu. Erum reyndar bara búnar að fara í einn tíma fyrir hálfum mánuði því tíminn í síðustu viku féll niður. En á morgun skal haldið áfram og vonandi fer ég að læra að hreyfa mig rétt (er yfirleitt smávegis tréhestur þegar kemur að því að læra nýjar hreyfingar ;)...).

Í næstu viku mun ég síðan verða aðstoðarkórstjóri! Já, við Sigríður tónmenntakennari erum að stofna kór í skólanum og ég verð undirleikari og aðstoðarkórþjálfari. Spennandi og skemmtilegt að fara í einhverja svona tónlistarvinnu :)

Piparkökubakstrinum er lokið og piparkökurnar bíða í ofvæni inn í skáp eftir að verða skreyttar. 7. desember er svo Sörubaksturinn í skólanum og ég verð endilega að reyna að borða eitthvað úr frystinum áður en að því kemur, svo það verði pláss þar fyrir Sörurnar. Síðan fer að koma tími á að finna uppskriftirnar Geirakökunum og velja eitthvað meira spennandi gúmmelaði til að búa til. Gómsætur mánuður framundan ;)

Svo er ég búin að fá mér fiskabúr. Nei, ekki með lifandi fiskum, og í rauninni ekki alvöru fiskabúr. Bara með svona stafrænum fiskum ;) já, og geimverum líka sem koma og ráðast á fiskana mína... hmmmm... hljómar undarlega en er ótrúlega skemmtilegt :)

Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
28. nóvember 2004 17:12:17
Ég var farin að hafa áhyggjur af þér - hélt best að segja að höndin á þér væri algjörlega búin að segja sitt síðasta- gott að svo er ekki;)

Þetta lagði Sigrún í belginn
29. nóvember 2004 14:03:38
Halló! Sorrý, ég er ekki að skilja þetta fiskabúr... er það bara í tölvunni þá??? Hljómar mjög athyglisvert by the way ;)
Þetta lagði Hófí í belginn
29. nóvember 2004 18:35:33
Fiskabúrið er í rauninni bara tölvuleikur - en það er bara svo miklu skemmtilega að tala um "fiskabúrið sitt" heldur en "fiskatölvuleikinn" hehe ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
2. desember 2004 13:28:53
Blogg og myndir?
Jamm og jæja,,, nú er maður farinn að bíða með óþreyju eftir meira bloggi!!! ;) Svo náttla líka eftir myndum hihihi.. Já, já ég veit við kvörtum alltaf þegar það eru teknar myndir en því er ekki að neita að gaman er að skoða afraksturinn að lokum!
Þetta lagði Theó í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum