23. desember 2004  #
Þorláksmessa
Ég veit að þetta hljómar undarlega, sérstaklega af því ég er svo mikil kuldaskræfa... en mér finnst yndislegt að hafa svona mikinn kulda núna svona alveg rétt fyrir jól. Það væri bara ekkert jólalegt ef það væri hlýtt! Ég fór í kirkjugarðana snemma í morgun því ég kemst ekki í fyrramálið. Það var yndislega rólegt bæði í Fossvogs- og Gufunesgarðinum og fimbulkuldinn setti alveg punktið yfir i-ið :) Það tilheyrir að vera með pikkfrosna fingur, tær, kinnar og nef þar sem maður bograr við að kveikja á friðarkerti fyrir framan leiðin :) Sem betur fer hafði ég ekki bara gaskveikjarann með heldur einnig eldspýtustokk því það kom á daginn að gasið var allt búið. Það var því smá svona "Litla-stúlkan-með-eldspýturnar"-fílingur hjá mér þegar mér loksins tókst að kveikja á kertinu eftir nokkrar eldspýtur ;)

Svo mátti ég til með að taka nokkrar myndir af jólahúsinu á Bústaðarveginum. Húrra fyrir Sigtryggi sem lét undan þrýstingi landans og setti upp jólaljósin eins og vanalega. Það var svo sorgleg tilhugsun að hann ætlaði ekki að skreyta. Hins vegar er það líka smá sorgleg tilhugsun að vita af pínu öldruðum herramanni prílandi upp á þaki. Vonandi skiptir hann um skoðun á næsta ári og samþykkir að leyfa einhverjum að setja þetta upp fyrir sig.

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
23. desember 2004 22:15:49
Jólakveðja!
Sigurrós, ég óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Farðu vel með þig! Takk fyrir að fá að fylgjast með þínum skemmtilegu skrifum úr daglega lífinu.
Þetta lagði Anna S. Hjaltad. í belginn


D-myndir
Hér eru myndir frá Litlu jólum D-bekkjarins síðasta laugardag. Ég tók nú ekki margar, þó við sætum langt fram eftir nóttu að kjafta :)

Hins vegar gleymdi ég alveg að taka myndir á Litlu jólum Klúbbsins í gær :( Og var meira að segja með myndavélina og allt. En það er kannski ágætt því þá sæist kannski hvað við föndruðum lítið... hehe ;)

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum