13. febrúar 2004  #
Bridget Jones vs. Íslandsklukkan

Mér hefur aldrei fundist óþægilegt að labba út af bókasafninu með fulla poka af chicklit-bókum, Fabio-bókum eða öðrum erlendum kiljum í bland við litskrúðugar barnabækur. Það eru bækur sem ég les og skammast mín ekkert fyrir. Þar sem ég stóð á bókasafninu í kvöld með fangið fullt af íslenskum skáldsögum varð ég hins vegar allt í einu ákaflega feimin og vandræðaleg. Í bunkanum mínum voru Gyrðir Elíasson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðbergur Bergsson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Ísak Harðarson, Ólafur Haukur Símonarson, Halldór Laxness og loks kennarinn á ritlistarnámskeiðinu mínu, Rúnar Helgi Vignisson. Einhvern veginn var ég viss um að það sæist beint í gegnum mig, það sæist að ég væri bara kjánaleg lítil stelpa sem væri að stelast í fullorðinsbækurnar.

Það stóð líka heima. Þegar afgreiðslustúlkan renndi bókunum í gegnum kerfið benti hún á að þetta væri nú aldeilis þversnið af íslensku samtímahöfundunum sem ég væri komin með þarna og ég flýtti mér að segja að ég væri nú á svona ritlistarnámskeiði og ætlaði nú að vera duglegri en áður í íslensku höfundunum. Kom þá í ljós að hún er á sama námskeiði og ég, en í staðnáminu í Háskólanum.

Nú er bara að bretta upp ermarnar og gefa mér góðan tíma í lestur.


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
14. febrúar 2004 02:30:48
Heheheheh... gott hjá þér!!!
Þetta lagði Bára í belginn
14. febrúar 2004 22:21:41
Tíhí
Fyrirgefðu að ég svekkti þig (Það eru örugglega ekki góðir mannasiðir að kommentera á bækur viðskiptavina) - en mér þótti mjög sniðugt að rekast á þessa færslu ;)

Arndís, bókavörður
Þetta lagði Bókavarðan í belginn
15. febrúar 2004 00:22:47
:)
Nei, þú svekktir mig sko alls ekki. Mér fannst þetta bara svo fyndið komment af því ég var einmitt svo mikið að spá í að það sæist í gegnum mig :) Mér fannst einmitt skemmtilegt að heyra að þú værir líka á sama námskeiðinu :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum