6. febrúar 2004  #
Draugadagurinn
Ég fór skyndilega að hugsa um það áðan hvað það er í raun og veru undarlegt að 29. febrúar skuli ekki vera almennur frídagur. Þessi dagur er ekki til nema á fjögurra ára fresti þannig að honum ætti að sjálfsögðu að eyða við skemmtileg hátíðahöld. Finnst ykkur það ekki? :)

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
8. febrúar 2004 11:29:28
Góð hugmynd!
Sæl frænka!
Þetta með frídaginn þann 29. feb. er besta hugmynd sem ég hef "heyrt" lengi! ;-) Hvernig væri best að koma henni á framfæri eða í framkvæmd? Farðu vel með þig!
Þetta lagði Anna S. Hjaltad. í belginn


Rúnar Ingi
Hilda og Eysteinn eru búin að setja upp barnalandssíðu fyrir hann Rúnar Inga. Það er nú ekkert smá sem litli kappinn er sætur :)

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Mætti ég þá heldur biðja um soðinn fisk...?
Þorrablót að hætti Hlíðaskóla fór fram í hádeginu í dag. Krakkarnir voru óhemju dugleg að smakka á herlegheitunum, hvort sem það var súrt slátur eða hákarl. Kennslukonan reyndi líka að vera dugleg og smakkaði súra hrútspunga, lundabagga og súra sviðasultu en komst að því hún ætlar að halda sig við venjulega lifrarpylsu og harðfisk... Hákarlinn fór ekki inn fyrir hennar varir enda er það takmarkað hvað hægt er að leggja í að smakka mikið í 15-20 mínútna hádegishléi þegar einnig þarf að borða sig saddan. Hins vegar læddist hákarlslyktin um allan skólann og þrátt fyrir að kennslukonan sé komin heim þá situr lyktarkeimurinn enn í fötum hennar og vitum.

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum