8. febrúar 2004  #
Madditt, ertu óð?
Í innkaupaferðinni í Bónus í gær keyptum við m.a. Brallarahamborgara og með þeim fylgdi bíómiði fyrir einn á Madditt í Laugarásbíói (reyndar hafði ég séð auglýsingu í Mogganum þar sem sagt var að tveir miðar fylgdu en það er búið að leiðrétta þá auglýsingu...). Ég elska Astrid Lindgren-bækurnar svo ég ákvað að það væri nú tilvalið hjá mér að skella mér í bíó í dag. Svo að ég fór í Laugarásbíó kl. fjögur, keypti mér popp og settist aftast til að eiga það ekki á hættu að einhver sparkaði í sætið hjá mér alla myndina.
Myndin var ósköp ljúf og sæt þó það væri greinilegt (m.a.s. fyrir einhvern sem man ekki söguþráð bókarinnar svo glöggt) að það vantaði heilmikið úr bókinni. Ég naut myndarinnar ágætlega en það sem þó skyggði virkilega á var talsetningin. Það hefur ekki verið lagt mikið í talsetninguna á þessari bíómynd og leiktilburðirnir þar ekki miklir (það var eiginlega hægt að sjá leikarana fyrir sér að lesa textann upp af blaði án mikillar innlifunar).
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort það væri ekki gaman að eignast Astrid Lindgren-kvikmyndasafnið en ég sé það út frá þessari mynd að ég ætti heldur að einbeita mér að því að eignast bækurnar hennar.

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
9. febrúar 2004 13:09:53
Hæ! Oh ég hefði verið ALVEG til í að fara með þér á þessa mynd!! ;) Þ.e..... ef þetta er ekki teiknimynd. Ég DÝRKAÐI Madditt,,, veit ekki hversu oft ég las um hana þegar ég var yngri.
Þetta lagði Theó í belginn


The Assademy Awards
Þá er það orðið opinbert, Assi er partýkóngurinn! :) Hann hélt upp á afmælið sitt í gær með The Assademy Awards, íbúðin var skreytt með kvikmyndaplakötum og myndum af kvikmyndastjörnum, á stofugólfinu stóð verðlaunapúlt með óskarsstyttum og hljóðnema og í bakgrunni var leikin gömul kvikmyndatónlist. Kvikmyndabollan var skemmtileg á bragðið, minnti reyndar einna helst á frostpinna.
Skemmtiatriði kvöldsins voru ýmsir kvikmyndaleikir. Þegar við mættum vorum við hvert og eitt merkt með kvikmyndastjörnu sem Assi taldi eiga best við okkur og þurftum við að finna út hver við vorum með já og nei spurningum. Það tók mig smá tíma að finna út að ég var Renée Zellweger, en það er ekki amalegt að fá að vera Bridget Jones ;) Við reyndum einnig að þekkja tónlist og tilvitnanir úr kvikyndum en sluppum við að leika atriði úr myndum (þó ég hafi nú reyndar alveg verið klár í slaginn þegar líða tók á kvöldið! ;)...)
Sem betur fer mundi svo enginn eftir því að fara niður í bæ fyrr en um tvöleytið (en þá fór ég heim, ég þoli ekki að fara í bæinn). Takk fyrir frábært partý, Assi. Þú ert kóngurinn! :)

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum