26. mars 2004  #
Hvert þó í strumpandi!

Ég er í öngum mínum. Grunur minn um að eitthvað yrði bogið við páskana í ár kveiknaði þegar ég tók eftir því að stórmarkaðirnir voru gjörsamlega strumpaeggjalausir. Í dag komst ég síðan að því að Nói Siríus ætlar að gefa strumpunum frí þetta árið til að lokka kaupendur til að kaupa frekar egg með púkum eða Harry Potter. Skandall! Hvað á ég þá eiginlega að strumpa? Ég sé fram á að þurfa að gera mér sérferð inn í Leikbæ til að útvega mér strump ofan á páskaeggið mitt...


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
26. mars 2004 23:53:30
Já Sigurrós mín, ekki man ég eftir þeim páskum sem ég leitaði ekki að páskaeggi með strumpi handa þér. Enda áttu nú orðið talsvert safn af þeim. Hvernig væri nú að taka þá bara upp og skreyta með þeim um páskana, svona í sárabætur :)
Þetta lagði mamma í belginn
28. mars 2004 15:05:00
Skil þig vel!
Mikið skil ég þig vel mín kæra :o)
Hef einmitt verið í þeim verkefnum undanfarin ár að finna og velja strumpa fyrir 3 systkini og í fyrra t.d. fór ég í tæplega 150 búðir til að finna þartilgerðan blettatígur fyrir eina 6 ára þannig að þetta getur haft ófyrirsjáanlega afleiðingar í för með sér!!! Styð tillögu móður þinnar að bara tjalda því sem til er! Naglasúpubragurinn: Hafa skal það sem hendi er næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst!! Vona að páskarnir verði þér í alla staði ánægjulegir þrátt fyrir allt!
Steinunn

Þetta lagði Steinunn í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum