1. apríl 2004  #
Passaðu þig á risaeðlunni!

Í dag er 1. apríl.
Held ég hafi ekki fallið fyrir neinu meiriháttar gabbi í dag. Nemendur mínir reyndu hvað þeir gátu til að gabba mig en einhvern veginn tókst þeim ekki að sannfæra mig um að það væru risaeðlur og villikettir á bak við mig og þjófar undir kennaraborðinu. Sumir reyndu að láta mér bregða með því að hrópa bööö og hlógu síðan svakalega og hrópuðu 1. apríl. Guðrún Brynja, sem kennir 1. bekk í Hafnarfirði, sagði mér í D-bekkjarsaumó áðan að hennar nemendur hefðu sagt henni að hún væri með górilluapa á bakinu. Greinilega svipaður húmor alls staðar hjá þessum aldri ;)

Já, það var saumó áðan hjá Helgu Sigrúnu. Fín mæting og alltof mikið af veitingum. Tveir herramenn, þeir Rúnar Ingi og Kristófer Logi, eru enn nógu ungir til að mega mæta en þeim síðarnefnda leist reyndar ekkert á lætin í okkur enda verðum við seint kallaðar hljóðlátar.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum