13. apríl 2004  #
Hóstað í borginni

Stefa bjargaði kvöldinu hjá mér. Colin Firth náði ekki að knýja fram bata (ótrúlegt!) svo að ég sendi Jóa til að fá Sex and the City-þættina lánaða hjá Stefu. Maður verður að vita hvað "all the fuzz is about"... ;) Já, ég skal viðurkenna það, ég hef aldrei horft á Sex and the City. Sá fyrsta þáttinn með öðru auganu þegar þeir byrjuðu en síðan ekki söguna meir. En þá bjargar það manni að eiga vinkonu sem á fimm fyrstu seríurnar á DVD :)

Af heilsunni er það helst að frétta að ég dundaði mér við það á tæplega klukkutímafresti í alla nótt að vakna upp með andfælum í miðju hóstakasti þar sem ég bjóst við að annað eða bæði lungun kæmu upp úr mér í heilu lagi. Færði mig fram í stofu um fjögurleytið svo að Jói greyið fengi nú einhvern svefnfrið.
Hóstaköstin eru enn jafnslæm en koma aðeins sjaldnar. En ég tek engan séns, er núna að búa um mig á bedda inni í stofu því ég ætla ekki að hafa það á samviskunni að halda vöku fyrir háskólanemum sem eru á leiðinni í próf í fyrramálið!
Er að vona að ég fái einhvern svefn og að ég vakni með tæran og heilbrigðan háls og komist í vinnuna...


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
14. apríl 2004 00:36:40
Farðu vel með þig og passaðu að eiga nóg af hálsbrjóstsykri. Ég er búin að vera að drepast úr hósta í margar vikur núna af því ég nennti ekki að fara vel með mig þegar þetta byrjaði :(
Þetta lagði Unnur í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum