7. maí 2004  #
Beint í mark!

Mjólkursamsalan var að dreifa fótboltum til krakka þegar ég var í Bónus um daginn. Ég kunni ekki við að biðja Klóa kókómjólkurkött um bolta fyrir "börnin mín", fannst það eitthvað halló ;) En ég hringdi í MS í dag og spurði hvort við gætum ekki fengið nokkra bekkjarbolta í skólann, a.m.k. fyrir 1. bekk. Það var ekkert mál og ég mátti bara koma og sækja þá. Þeir gáfu mér 6 bolta svo að það er nóg fyrir alla 1. og 2. bekkina :) Hlakka til að mæta með þetta í skólann á mánudaginn (og pumpa þá upp). Við þökkum MS hér með kærlega fyrir :)

Við Stefa fengum okkur sundsprett í Laugardalslauginni í dag og ég testaði nýju sundgleraugun mín sem eru sko með alvöru sjónglerjum með styrkleika. Þvílíkt gaman að geta loksins séð eitthvað í sundi :) Það var reyndar ekkert spennandi að sjá hvað vatnið var skítugt, en o jæja ;) Mikið var nú líka gott að fara í sund með nýju klippinguna mína, ég var komin með alltof mikinn lubba.

Eftir kvöldmat gölluðum við Jói okkur upp og fórum í göngutúr í Öskjuhlíðinni. Sáum ekkert af goðsögnum Öskjuhlíðarinnar ;) en ég held reyndar að ég hafi fundið eina kanínuholu. Það var yndislegt veður þó ekki væri glampasólskin, tilvalið að rífa sig upp og skella sér í göngutúr :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum