12. júní 2004  #
Það er allt að gerast!

Já, þetta er búin að vera mjög þéttskipuð en skemmtileg vika :)

Þegar ég bloggaði síðasta miðvikudag þá var ég á leiðinni í Nauthólsvíkina að grilla ásamt nemendum mínum og foreldrum þeirra. Það er ótrúlega gaman að fara þarna í góðu veðri, bara verst hvað margir eru á sömu skoðun ;) og er það í rauninni ástæðan fyrir því að ég hef aldrei farið þangað til að slappa af og hafa gaman fyrr en núna í vor.

Fimmtudagurinn var líka rosalega skemmtilegur. Mannauðsráðgjafar (já, ég er sammála, þetta er mjög skondinn starfstitill hehe) frá Fræðslumiðstöð komu og unnu með okkur frá hálfníu til þrjú. Við fórum í hópeflisleiki á skólalóðinni þar sem reyndi á samvinnu og samskipti, hlustuðum á mjög merkilega fyrirlestra og unnum í minni umræðuhópum. Einnig tókum við persónuleikapróf og í ljós kom að ég er bæði innhverf og metandi, hvað svo sem það nú þýðir... Alla vega var ég ekki þreifandi eins og sumir reyndust vera! ;)
Um kvöldið drifum við starfsfólkið okkur í smá óvissudjamm. Byrjuðum á því að fara í ratleik úti á Álftanesi þar sem við fórum í góðan göngutúr um svæðið og dönsuðum m.a. hókípókí úti á túni. Síðan fór rútan með okkur á Rossopomodoro á Laugaveginum þar sem við fengum fljótandi hlaðborð. Við höfðum mikið velt því fyrir okkur hvort þetta fljótandi hlaðborð samanstæði af 10 súputegundum, en þetta reyndist vera hlaðborð með brauði, pizzum, lamba- og nautafille o.fl. og það var fljótandi af því að þjónarnir komu með matinn til okkar á borðið. Maturinn var dásamlega góður og ég væri alveg til í að fara þarna aftur en ekki ef ég ætla að hafa það rólegt og huggulegt, þetta er ekki mjög hljóðlátur staður (eða kannski vorum það bara við Hlíðaskólahópurinn sem vorum svona hávær...hehe).

Í dag var svo merkisdagur hjá okkur Betrabólsíbúum, en Jói var að útskrifast með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann mætti kl. 11 í myndatöku en ég og foreldrar hans mættum kl. 13 þegar athöfnin byrjaði. Athöfnin var í tæpa tvo tíma en var fljót að líða því þrátt fyrir að þetta hafi verið hátíðleg stund þá gleymdist ekki að hafa þetta létt og skemmtilegt. Ég gef þeim sem sáu um að skipuleggja athöfnina toppeinkunn, það var að öllu leyti miklu betur staðið að þessu heldur en Kennóútskriftinni minni í fyrra.
Eftir athöfnina vorum við með kaffisamsæti hérna heima fyrir nánustu ættingja og það var að sjálfsögðu ósköp huggulegt. Í kvöld er svo planið að kíkja í eitt eða fleiri útskriftarpartý hjá samnemendum og vinum Jóa.

Og þá verða víst einhver rólegheit hjá okkur fram að næstu helgi. Ætli maður drífi sig ekki bara í að byrja að pakka á næstunni. Ef þið eigið góða og sterka pappakassa, litla eða stóra, sem þið þurfið að losna við þá megið þið alveg hafa samband... ;)


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
13. júní 2004 12:38:27
Hamingjuóskir með unnustann!!!
Til hamingju með útskrifaðann unnustann!!! Þá er þetta orðið svipað á þínu heimili og mínu, einn tölvari og einn kennari (nema hvað ég er lítið að nota mína menntun nema á tvíburana)!!!
Þetta lagði Anna S. Hjaltad. í belginn
15. júní 2004 11:36:29
Til hamingju með unnustann!
Þetta lagði Sigrún í belginn
15. júní 2004 23:00:55
Til Hamingju :o)
Til hamingju með Jóa, það eru merkisdagar hjá ykkur alla daga, nýr titill - ný íbúð - hvað verður það næst! soldið langsótt með kassana, átti fullt en fór með þá flesta um helgina til systur minnar sem var að flytja :o) Gangi ykkur vel að pakka og flytja ... sjáumst í sumar ... Steinunn
Þetta lagði Steinunn í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum