3. júní 2004  #
Heimsborgari eða sveitavargur?

Síðasta laugardag keypti ég mér æðislegan bol í Gallabuxnabúðinni. Hann kostaði ekki nema 1.490 og þar sem ég sá nokkurn veginn út að þetta var rétta stærðin þá keypti ég hann án þess að máta. Komst hins vegar að því þegar heim var komið og ég ætlaði að smeygja mér í nýju flíkina að hálsmálið og ermaopin voru greinilega fyrir 12 ára. Verð að viðurkenna að ég var frekar svekkt því ég var virkilega skotin í bolnum. Jæja, en ég dreif mig með bolinn aftur í Gallabuxnabúðina í gær til að skipta honum. Það var ekkert mál og fékk ég frábæra þjónustu hjá vingjarnlegu starfsfólkinu. Vandinn var hins vegar að ég virðist bara ekki passa í neitt þarna. Bolir í minni venjulegu stærð voru gjörsamlega að springa utan af mér og það lá við að ég þyrfti að kalla á hjálp inni í mátunarklefanum til að komast úr þeim aftur. Svo að ég fékk bara inneignarnótu og ætla að tékka á þessu síðar. Hin sorglega staðreynd blasir hins vegar við, ég virðist vera orðin of gömul fyrir ákveðnar búðir þar sem ég er ekki lengur horuð táningsstúlka. Synd.

Elísabet kom svo í heimsókn til mín í gær. Við drukkum Fresita og borðuðum ritzkex með osti og sultu ásamt vínberjum og kjöftuðum um Frakkland og ýmislegt annað Frakklandstengt. Ósköp huggulegt :) Þetta þarf maður endilega að endurtaka.

Dagurinn í dag var hins vegar ekki eins heimsborgaralegur en alls ekki síðri. Í stað þröngra bola voru nú komin vaðstígvél og gönguskór og í stað Fresita var komin mjólk. 1. bekkur fór í sveitaferð að skoða dýrin á bænum Miðdal í Kjós. Ég stökk um allan bæinn með myndavélina, jafnspennt og ánægð og kýrnar sem hleypt er út á vorin. Fyrir þá sem ekki vita það, þá eru kusur uppáhalds dýrin mín og ég elska fjósalyktina! :) Að umgangast ca. 20-30 kýr á einu bretti var því mikið gleðiefni fyrir mig. Eftir sveitabæjarheimsóknina fórum við í fjöruna og krakkarnir fóru allir að vaða.
Ég kom himinlifandi heim. Illa lyktandi eftir fjósavistina, en himinlifandi :)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
5. júní 2004 00:32:25
Ofur huggó!!!!
Þetta var svo sannarlega svakalega gaman og huggulegt. Svo er alveg rétt hjá þér, við verðum að endurtaka þetta - og það sem oftast :D
Þetta lagði Elísabet í belginn
6. júní 2004 23:34:11
sorgleg staðreynd blasir við
Jahá! Hin sorglega staðreynd blasir við fleirum elskan mín, annað hvort eru flestar búðar farnar að sérhæfa sig í fötum fyrir dverga nú eða ... eins og þú segir erum við að verða of gamlar fyrir ákveðnar búðir! mér finnst þú reyndar jafnglæsileg og (horuð) táningsstúlka svo það er engin synd ... en kannski er ég oggusmá hlutlæg! :o) Hitti Siggu Rós í Blómavali á Selfossi í dag, sem var mjög gaman auðvitað og við féllumst í faðma og óskuðum hvor annarri til hamingju með að vera búnar að slíta skólanum í fyrsta sinn sem kennarar!!! Til hamingju líka Sigurrós og þið öll sem voruð að upplifa það - og lesið þetta!!! Við erum æði!!!
Þetta lagði Steinunn í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum