27. júlí 2004  #
Skólastarfið
Ætli nemendur mínir séu svona heima hjá sér...?

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Sjúkraþjálfun og Spædermann

Við mamma erum nú með sama manninn á bakinu. Og á hálsinum. Ég fór sem sagt í fyrsta skipti til sjúkraþjálfara í dag og fór að sjálfsögðu til þess besta í bænum, hans Jakobs, sjúkraþjálfarans hennar mömmu. Fer aftur á fimmtudaginn. Nú ætla ég líka að vera dugleg að sitja rétt og vera góð við bakið mitt svo það gefist örugglega ekki upp á mér.

Við Jói fórum loksins í bíó í kvöld. Við erum búin að vera á leiðinni í bíó í lengri tíma en höfum ekki komist út af kvefinu. Það vill enginn hafa síhóstandi og snýtandi fólk í bíó. En við erum að skána svo við drifum okkur í kvöld. Fórum á Spiderman 2 sem er virkilega góð. Heilmikil persónusköpun og samtöl og alveg passlega mikið af hasaratriðum. Mikið vorkenndi ég samt gelgjunum í bíósalnum sem sáu sig knúnar til að flissa eins og hýenur í hvert skipti sem eitthvert hjartnæmt atriði átti sér stað. Gelgjur mega nefnilega ekki sýna slíkar tilfinningar, þannig að varnarviðbrögðin (flissið ógurlega) eru sett í gang til að enginn sjái að þeim finnist óþægilegt að horfa á tilfinningaþrungnar senur. En þetta eldist nú vonandi af þeim... ;)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
28. júlí 2004 00:16:30
Já Sigurrós mín það verður enginn svikinn sem fær hann Jakob á bakið á sér :) Gott að þú tekur í taumana nógu snemma.
Kveðja og knús,
Þetta lagði Mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum