16. ágúst 2004  #
Skólanördinn

Þegar ég var yngri var ég ein af þeim sem taldi niður dagana þar til skólinn byrjaði aftur á haustin. Byrjaði alla vega að telja svona í ágústbyrjun að minnsta kosti ;) Mér hefur nefnilega alltaf þótt gaman að vera í skóla og skólabyrjunin sjálf finnst mér alveg einstaklega spennandi. Að koma aftur í skólann, hitta kennarann, hitta hina krakkana, fá stundatöfluna og innkaupalista, fara og versla nýjar stílabækur, blýanta, strokleður, litakassa og allt hitt. Er virkilega eitthvað sem jafnast á við þessa einstöku upplifun? :)

Hef einmitt stundum sagt að ég hafi gerst kennari til að geta verið áfram í grunnskóla allt mitt líf. Veit nú ekki hvort það er eina ástæðan ;) en það skemmir svo sannarlega ekki fyrir.

Fann einmitt fyrir þessari ánægjutilfinningu í dag þegar ég sneri aftur til vinnu. Það er eitthvað svo yndislegt að koma og hitta alla aftur. Á öðrum vinnustöðum eru kannski einn eða tveir að koma úr sumarfríi í einu (líklega fleiri ef vinnustaðurinn er stór), samstarfsfélagarnir eru yfirleitt ánægðir að sjá þá, spyrja þá spjörunum úr og gæða sér á fríhafnarkonfektinu en svo er stundin liðin hjá. Stemningin er orðin söm og áður í dagslok eða jafnvel mun fyrr. Í skólanum eru allir að snúa aftur til starfa á sama tíma (a.m.k. kennararnir - stjórnendur, ritarar og húsverðir þurfa víst því miður að mæta fyrr) og stemningin gífurleg. Allir að heilsast innilega, dást að brúnkunni hjá hinum og talandi um hvað sumarið hafi nú liðið fljótt hjá. Þó þetta sé annað haustið mitt í skólanum þá upplifið ég þetta ekki í fyrra. Þá þekkti ég engan og varð eiginlega bara hálfabbó að sjá alla hina hlaupandi um með bros á vör í óðaönn að heilsast. Nú er maður farinn að kynnast liðinu og getur allt í einu tekið þátt í endurfundunum :) Og svo var jú hinn fasti og óendanlega skemmtilegi liður skólabyrjunarinnar, að fá stundatöfluna. Hún er svo sem ekki fullkomin en það er samt alltaf svo gaman að fá nýja stundatöflu.

Já, ég geri mér grein fyrir því að ég hljóma líklega hálfgeðveik af jákvæðni yfir þessu öllu saman. Ætli ég verði ekki bara að játa að ég er algjör skólanörd? ;)


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
17. ágúst 2004 07:55:44
Fiðringur...
Mér fannst þessi tími alltaf svo skemmtilegur líka :) Maður fær bara smá fiðring í magann við að lesa þetta! Gangi þér vel!! Kveðja, Lóa
Þetta lagði Lóa Rut í belginn
17. ágúst 2004 11:14:17
Skólastúlkurnar.
Fínt að fá að njóta stemningarinnar úr skólanum svona í fjarska Ég fékk nefnilega alltaf líka að njóta þessa spennings með ykkur systrum. Ég mátti svo sem vita að þið yrðuð eilífar skólastúlkur, annað kom einhvernveginn ekki til greina.
Þetta lagði Mamma í belginn
19. ágúst 2004 19:25:18
Ég hlakkaði líka alltaf til!
Já, gaman að vita það að það eru fleiri sem biðu spenntir eftir að skólinn byrjaði aftur að hausti. Ég hlakkaði alltaf til en því miður leið mér ekkert sérstaklega vel á efri stigum grunnskólans v/eineltis og fleira. Það breyttist svo til hins betra í FSu... Gangi þér veturinn vel. Farðu vel með þig!
Þetta lagði Anna S. Hjaltad. í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum