29. ágúst 2004  #
Tíminn líður hratt...

Þessi vika hefur flogið hjá ofurhratt enda búið að vera yfrið nóg að gera. Við erum að kenna klukkutíma en í fyrra fjóra daga vikunnar (tuttugu mín lengur þann fimmta) og síðan reynum við að nýta tímann sem best til að undirbúa okkur eftir kennslu og dugir ekki til. Ekki veit ég hvernig í ósköpunum við eigum að hafa tíma fyrir eitt eða neitt þegar við verðum farin að mæta í endurmenntun, starfsmannafundi og teymisvinnu eftir skóla í hverri viku... Sé fram á næga sjálfboðavinnu hér heima í Kópavoginum ;)

Síðasta þriðjudagskvöld fórum við Halla, Bára, Lena og Assi á Vegamót að ræða komandi árshátíð þann 4. september. Nokkrar góðar hugmyndir komnar á blað og maður er bara að verða svolítið spenntur :) Þetta verður auðvitað alveg æðislega gaman :D

Hilda og Rúnar Ingi litu svo til mín á fimmtudagskvöldið en Hilda var að fá ýmislegt lánað fyrir kennsluna. Velkomin í slaginn, Hilda :)

Á fimmtudeginum komst Jói svo að því að kjálkaverkurinn mikli og undarlega bólgan í andlitinu eru af völdum tannrótarbólgu. Hann fékk fúkkalyf og fór til tannlæknis á föstudeginum til að fá röntgenmyndir.

Föstudagskvöldið var rólegt bæði vegna veikinda Jóa og gífurlegrar þreytu hjá mér eftir þessa fyrstu viku í skólanum. Við leigðum tvær rómantískar gamanmyndir, 50 First Dates og Shallow Hal. Þá síðari hafði ég séð áður en sú fyrri kom mér skemmtilega á óvart og var á köflum örlítið alvörugefnari en ég bjóst af Adam Sandler. Get alveg mælt með báðum þessum myndum :) Við erum reyndar búin að vera pínu dugleg í videomálum undanfarið. Í vikunni leigðum við m.a. Medallion með meistara Jackie Chan. Hún var allt í lagi og átti nokkur bráðfyndin atriði en á heildina litið frekar slöpp og handritið í lélegri kantinum. Ég held að Jackie Chan eigi að einbeita sér að því að leika í myndum og láta það vera að koma nálægt framleiðslu þeirra eða leikstjórn, það virðist ekki eiga góðri lukku að stýra.

Í gær fórum við Helga Steinþórs í verslunarleiðangur fyrir skólann. Jú, það er rétt að það var laugardagur en við einfaldlega höfðum ekki tíma í vikunni svo að þá er það bara sjálfboðavinnan um helgar... Fyrir utan þær útréttingar gerði ég ekki nokkuð skapaðan hlut í gær. Hengslaðist um, þreytt og eirðarlaus, og eyddi tíma í ekki neitt. Horfði á James and the Giant Peach um kvöldið. Tók hana upp á RÚV fyrir nokkru. Hún er alltaf jafngóð, enda ekki við öðru að búast af sögu eftir snillinginn Roald Dahl.

Í dag var svo planið að taka íbúðina í gegn en eftir að ég byrjaði aftur að vinna hef ég ekki gefið mér neinn tíma til að sinna henni. En það er stundum svona með áætlanir manna og músa, þær ganga ekki alltaf eftir. Ég rak nefnilega í auglýsingu í Mogganum á íslenskum berjum, leit út um gluggann á sólskinið og bara varð að komast í berjamó. Hringdi í mömmu og sannfærði hana um að það væri gaman að fara og tína ber og dreif mig austur. Við fjölmenntum í berjamó en auk mín og mömmu voru Haukur, Guðbjörg, Karlotta og Oddur með í för. Ég hef ekki farið í berjamó í meira en tíu ár, ef ég man rétt, en er búið að langa lengi. Á mínum yngri árum var ég nú yfirleitt frekar afkastalítil við þessa iðju og lengi að fylla berjaboxin. Ég sé það svo núna að það hafði greinilega ekkert með aldur að gera, ég er greinilega bara svona afskaplega seinvirk ;) En það gerir ekkert til, ég er með nóg fyrir okkur Jóa :) og ætti að geta laumað bláberjum í nokkra bústdrykki á næstunni :)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
29. ágúst 2004 20:11:24
Takk fyrir daginn Sigurrós mín.
Það er nú sá munur á þínum berjum og okkar að þú komst með allt hreint og ekki kusk að sjá en við erum búin að standa yfir hreinsun á okkar berjum í tvo klukkutíma.
Kær kveðja,
Þetta lagði Mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum