3. ágúst 2004  #
Að vinna eða ekki vinna, það er stóra spurningin

Ég kaupi sjaldnast skafmiða, hef aldrei tekið þátt í skjáleiknum í sjónvarpinu og reyni aldrei að hringja inn í útvarpsþætti til að næla mér í vinning. En..., ég fell einstaka sinnum fyrir svona sms-leikjum. Það er nefnilega eitthvað svo einfalt að taka upp gemsann, senda eitt lítið sms og maður fær strax að vita hvort maður hefur unnið. Svo er yfirleitt sagt að 10. hver vinni þannig að líkurnar virka yfirleitt alveg hreint ágætar. Hef reyndar ekki prófað þetta oft og er yfirleitt nr. 3 eða 4 en hef þó einu sinni fengið vinning - sem var reyndar svo óspennandi að ég nennti aldrei að fara og sækja hann.

Í gær sá ég auglýsingu frá BT þar sem hægt var að vinna miða í sms-leik á gamanmyndina Shaun of the Dead sem ég held að geti verið pínu sniðug. Svo að ég tók upp símann til að prófa. Leist líka sérstaklega vel á því það stóð að 8. hver ynni. Sendi sms-ið og fékk svarið. Var nr. 7. Hmmm....kannski ef ég yrði nógu snögg að prófa aftur þá yrði ég nr. 8. Prófaði aftur. Jibbí, ég var nr. 8 :) Gaman gaman! Nú hafði ég kannski unnið miða á myndina eða eitthvað annað skemmtilegt. En nei bíddu nú við, ég skrollaði niður. Jú jú, þarna stóð að ég væri nr. 8 en því miður, það var enginn vinningur. Átti ekki 8. hver að vinna? Kannski var það bara sá fyrsti sem vann og svo enginn vinningur fyrir næstu 7. Best að prófa aftur. Sendi þriðja sms-ið og fékk svar. Ég var nr. 9 og enn var enginn vinningur.

Nú spyr ég, ef 8. hver vinnur hvernig stendur þá á því að sá sem er nr. 8 fær engan vinning og næsti á eftir (sem sagt nr. 1) vinnur ekki heldur? Eru yfirleitt einhverjir vinningar...? Eða finnst BT bara svona gaman að fá sms...? Engum öðrum en mér sem finnst þetta afspyrnu lélegt...?


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum