21. september 2004  #
Rándýr
Fór ásamt samkennurum mínum í verkfallsmiðstöðina í Borgartúninu, rétt eins og í gær. Vona að kennarar haldi áfram að vera duglegir að láta sjá sig þar meðan verkfall stendur yfir!
Þaðan var stutt að fara yfir í Hátúnið í sjúkraþjálfun. Oft var þörf en nú var nauðsyn. Ég hef nefnilega verið stórfurðuleg í vinstri hönd frá því á föstudag. Fæ sinadrátt og krampa í lófanum og upp í handlegg við einföldustu athafnir eins og að skera mat og setja á mig bílbelti. En ekki í hvert skipti. Stórfurðulegt og frekar pirrandi. Sjúkraþjálfarinn minn spurði mig hvort þetta væru kannski bara verkfallsverkir... ;) Ekki veit ég það en ég vona að þetta lagist. Alla vega fékk ég lúxusmeðferð hjá honum Jakobi, fyrst fékk ég nálastungur, svo hálstog í furðulegu apparati og líka laser. Ef ég lagast ekki við þetta þá eru góð ráð dýr.
Og talandi um dýr... vitið þið hvað ljón og demantar eiga sameiginlegt? Þau eru bæði rándýr. Hahahaha :D Heyrði þennan eðalbrandara hjá nemanda mínum nú í haust - ætti að virka á Theó og Lenu ofurbrandarakonur :)

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Kjarabaráttan
Mikið hlýtur að vera gaman að vera svona málefnalegur...

Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
21. september 2004 10:56:57
Jahá!
Þetta hlýtur að taka á :D

Leiðinlegt samt að sjá hvernig fór í Kastljósinu í gærkvöldið.
Þetta lagði Tryggvi R. Jónsson í belginn
21. september 2004 11:27:32
Þetta er reyndar
upphaflega af Deiglunni (www.deiglan.com)
Þetta lagði JBJ í belginn


Kjarabaráttan
Kíkið endilega á blogg Daníels Freys.
Fínn málflutningur í kjarabaráttunni.

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum