11. janúar 2005  #
Litla Ísland
Jæja, ég ætlaði bara að skrifa nokkur orð áður en ég færi að sofa, svona til að koma til móts við dygga lesendur sem nenna að kíkja hingað þrátt fyrir dugleysi mitt í blogginu. Svo er nú bara eins og gengur, ég mundi bara að það var ýmislegt skemmtilegt sem ég hef verið að gera.

Síðasta laugardag hjálpaði ég Stefu og Rúnari að mála nýju íbúðina þeirra í Njörvasundinu. Skemmtileg íbúð í æskupóstnúmerinu mínu: 104. Við máluðum fram eftir degi ásamt nánustu vandamönnum nýju íbúðareigendanna og svo bauð mamma Stefu okkur í sérlega ljúffengt veisluhlaðborð á Hofteignum.
Meðan ég var að mála velti ég því fyrir mér hvort Sigrún hefði búið nálægt nýju íbúðinni hennar Stefu, en Sigrún ólst upp í Njörvasundinu. Og viti menn, þegar ég fór að spyrja Sigrúnu nánar út í þetta þá er þetta bara einmitt nákvæmlega íbúðin sem Sigrún bjó í! Þetta blessaða land okkar er svooooo lítið :)

Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
12. janúar 2005 16:14:05
Það var æðislegt að búa í Njörvasundinu. Vona bara að pabbi muni ekki stríða þeim:)
Þetta lagði Sigrún í belginn
12. janúar 2005 17:46:40
Það er svona með þessa pabba okkar þarna hinum megin, þeir eru pínu stríðnir ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


Mömmur og mátunarklefar
Mamma kom í bæinn um helgina og fékk að vígja svefnsófann í Betrabóli í tvær nætur :)

Við byrjuðum á því að fara á útsölur á sunnudeginum þar sem ég mátaði ótal buxur í ýmsum verslunum Kringlunnar. Í NEXT fann ég loksins buxur (ekki gallabuxur, Sigrún, ég lofa :) og ekki einu sinni dökkar!) og hlýtt, mjúkt og bleikt "Barbí-vesti" í stíl við bleikar buxurnar. Ég fer bráðum að hafa áhyggjur af því að vera tekin í misgripum fyrir hina síbleiku Sollu stirðu úr Latabæ!
Í mátunarklefa Companys, þar sem ég mátaði tvennar buxur, fékk ég "flashback" sem fékk mig næstum til að skella upp úr. Í næsta klefa var unglingsstúlka (á framhaldsskólaaldrinum?) að máta föt meðan mamma hennar vappaði fyrir utan. Allt í einu rak sú yngri upp hóp og húðskammaði mömmu sína fyrir að ryðjast inn á sig í mátunarklefann og hvort hún ætlaði ekki að gjöra svo vel að draga tjaldið almennilega fyrir aftur. Ég man nefnilega alveg eftir svona atvikum, fleiri en einu og fleiri en tveimur. Mamma var alltaf mjög ötull aðstoðarmaður í verslunarferðum mínum og kíkti með reglulegu millibili inn í klefann til að gá hvort fötin pössuðu eða hvort hún þyrfti að sækja aðra stærð fyrir mig. Mér fannst hún einmitt yfirleitt opna helst til mikið og á unglingsárunum er maður sérlega viðkvæmur fyrir því að standa á nærbuxunum í verslun þar sem ókunnugt fólk gæti séð til manns. Mamma upplifði sama "flashback" fyrir utan klefann og sagði hinni mömmunni að hún kannaðist einmitt við þetta frá fyrri tíð. Ég mætti stelpunni á leiðinni fram og sagði henni að örvænta ekki, þessar mömmur löguðust yfirleitt aðeins með tímanum og hún sagðist nú rétt ætla að vona það. Við mamma skemmtum okkur konunglega yfir þessu, þetta var frekar skondið :)

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
12. janúar 2005 16:13:16
Þér fer framm í buxnavali:) Ánægð með þig!
Þetta lagði Sigrún í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum