22. janúar 2005  #
Lumpan
Vikan hófst á skemmtilegum D-bekkjarsaumaklúbb :) Við vorum 7 í klúbbnum svo að það var bara ágætis mæting. Við ræddum allt milli himins og jarðar og ég held að við höfum minnst talað um skólamálin! Alltaf gaman þegar það tekst ;)

Á þriðjudeginum kom elsku Unnsteinn minn heim :) Ég er samt ekki farin að hitta hann enn :( þar sem heilsan hefur ekki verið upp á sitt besta eins og lesa má um hér að neðan. Alltaf sami dugnaðurinn í Unnsteini, eftir að hafa eytt tveimur sólarhringum í að ferðast á milli heimsálfa, þá mætti hann á miðvikudeginum í skólann og er byrjaður að vinna í Hagkaup. En við þurfum endilega að hittast. Ætti að vera nokkuð auðvelt enda getum við eiginlega veifast á milli húsa þrátt fyrir að búa í hvort í sínu bæjarfélaginu ;)

Þessi vika hefur aðallega einkennst af bragðvondri hálsbólgu og leiðinda lumpu. Ekkert óvenjulegt við það svo sem þegar hálf þjóðin liggur með inflúensu. Á fimmtudeginum var ég komin með smávegis hita en eins og samviskusömum kennara sæmir þá mætti maður auðvitað í skólann og svo beint á vinnutengt námskeið í 3 klukkutíma. Á föstudeginum mætti ég meira af vilja en mætti í skólann og samstarfsfólk mitt skammaði mig fyrir að vera ekki bara heima í rúmi. Enda var það litla þrek sem ég átti uppurið á hádegi en þá hringdi ég í riddarann á hvíta hestinum sem kom og sótti mig. Ég fór strax að sofa og svaf í rúma fjóra klukkutíma. Langt síðan ég hef sofið svo lengi á miðjum degi.
Samt er þetta svona eins og vanalega hjá mér, mér líður eins og ég sé með 38 - 39 stiga hita en er bara með rétt tæplega 37,5. Ég man eiginlega ekki hvenær ég fékk alvöru hita síðast.
Í dag er ég svo búin að vera að lufsast eitthvað hérna heima. Horfði á upptöku af CSI og á Cartoon Network. Var samt líka pínu dugleg og fór yfir fullt af heimavinnu, útsetti lög í tölvunni og æfði Scott Joplin á píanóið.
Nú er hitinn hins vegar á uppleið og nálgast 38. Vonandi er það bara af því ég var að spila á píanóið. Tek því rólega núna :)

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
23. janúar 2005 14:18:08
Oh, hvað ég vildi hafa verið komin til að hlusta á þig spila Scott Joplin. Láttu þér nú batna Sigurrós mín.
Ég sendi þér kveðju og knús.
Þetta lagði Mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum