5. janúar 2005  #
Ótrúlegt! :)
Fórum að sjá The Incredibles í gær. Besta orðið til að lýsa henni er líklega einmitt "incredible". Þetta er alveg stórkostleg mynd, fyndin, spennandi og grafíkin alveg mögnuð. Ég upplifði það sama og þegar ég sá Shrek, þ.e.a.s. mig langaði mest að fara beint aftur í miðasöluna þegar myndinni lauk, kaupa mér annan miða og sjá myndina strax aftur. Nú bíð ég bara spennt eftir að sjá hvort það kemur ekki örugglega mynd nr. 2 :)

Eitt sem mér fannst svolítið merkilegt. Við ætluðum að sjá hana í Háskólabíó til að geta séð hana í almennilegum sal. En þegar kom að okkur í miðasölunni komumst við að því að hún var í minnsta salnum sem er sá eini í húsinu sem er eins og kústaskápur. Við hættum snarlega við og drifum okkur yfir í Álfabakkann þar sem myndin var í stóra salnum niðri.
Hvernig stendur á því að mynd sem var frumsýnd fyrir 9 dögum er strax komin í minnsta salinn? Ég skil ekki alveg vinnubrögðin hjá bíókeðjunum, sama myndin er í hverju einasta bíói keðjunnar svo að úrvalið er varla neitt þegar velja á mynd og ef maður sér ekki myndina á fyrstu sýningarviku þá missir maður af því að sjá hana í sæmilegum sal og stuttu seinna eru þær bara hættar. Af hverju er ekki hægt að skipta þessu svolítið á milli bíóa?
Þar fyrir utan þá finnst mér að maður eigi ekki að þurfa að borga sama verð fyrir bíómiðann í kústaskápnum í Háskólabíó og í stóra salnum þeirra.

Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
6. janúar 2005 09:17:34
Svo er hún líka sýnd í hinu nýja frábæra Selfossbíói :)
Þetta lagði Ragna í belginn
11. janúar 2005 11:39:54
Ja, þetta er svo sannarlega mál sem Neytendasamtökin þyrftu að heyra af! ;)
Þetta lagði Hófílingur í belginn
11. janúar 2005 16:59:51
Já, ætli ég setji ekki bara á mig hattinn og fari að safna undirskriftum til að færa Neytendasamtökunum ;) hehe
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum