29. október 2005  #
Sudoku

Fyrst skildi ég aldrei hvað í ósköpunum fólk sá við þessar Sudoku-gátur. Fyrst þegar ég prófaði þá gafst ég upp þegar ég var farin að reyta eigin hár af óþolinmæði og bræði. Svo prófaði ég að gera þær á netinu, fann mér ágætis aðferð og passaði að giska aldrei heldur setja bara það sem ég vissi að var 100% rétt og allt í einu bara gekk þetta upp.

Sem betur fer þá koma bara 3 nýjar gátur á hverjum degi á vefinn þar sem ég leysi mínar Sudoku-gátur svo að ég verð ekki of háð þessu. Hins vegar þá fór allt úr böndunum þegar tengdamamma sendi Jóa með Sudoku-blað til mín. Þar eru ýmsar erfiðari útgáfur af gátunni og þar sem mér finnst gaman að góðum áskorunum þá ákvað ég að prófa að leysa gátuna sem er ekki með tölustöfunum 9 heldur með 25 bókstöfum. Er búin að sitja sveitt yfir henni frá því á fimmtudagskvöld og jú jú hún mjakast áfram en er samt ekki nema svona hálfnuð. Ég stari á reitina og næ að setja niður eins og 1 bókstaf á 10 mínútna fresti, pirrast yfir því að sjá ekki fleiri lausnir en get ekki hugsað mér að slíta mig frá herlegheitunum því þetta er samt svo ótrúlega skemmtileg áskorun!

Og það sem er eiginlega mest pirrandi er að lausnirnar eru allar aftast... Það kemur sko ekki til greina að kíkja á þær en það er samt óþolandi að vita af þeim þarna! Finnst eiginlega eins og þær séu að hæðast að mér meðan ég ströggla.

Þegar (og ef...!) þessi klárast þá ætla ég ekki að byrja á nýrri fyrr en um páska! ;) 


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
31. október 2005 00:39:15
Upplifun mín var svipuð og þín nema hvað ég forðaði mér í tíma Ég rakst á þetta í einhverju blaði og fór að prufa og skrifaði tölustafi og strokaði út tölustafi þangað til ég var nærri komin í gegnum pappírinn þá henti ég þessu frá mér og hef ekki prufað aftur. Ætli ég haldi mig ekki bara við krossgáturnar. Magnús færði mér krossgátuhefti í bústaðnum svo ég er vel sett í bili.
Gangi þér vel og ekki reita af þér allt hárið - það koma bráðum jól og þá er nú skemmtilegra að hafa hár á höfðinu:)
Þetta lagði Ragna í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum