22. nóvember 2005  #
Sherlock Holmes og Dr. Watson

Jói útvegaði mér sögurnar um Sherlock Holmes á hljóðbókarformi. Ég var búin að horfa á þær í þó nokkurn tíma áður en ég nennti að byrja að hlusta. Ég hóf hins vegar hlustun um síðustu helgi og sé sko ekki eftir því. Er nú gjörsamlega sokkin niður í ævintýri þeirra Holmes og Dr. Watson.

Mér þykir ósköp vænt um Dr. Watson. Ég hef aldrei lesið þessar sögur áður og hef aðeins óljósa minningu um að hafa séð eitthvað af bíómyndunum þegar ég var yngri, en mig minnti að Dr. Watson hefði verið óttaleg gufa og ekki til stórræða. Svona einhvern veginn eins og Harry Klein, hjálparkokkur Derricks. En ég er nú búin að komast á þá skoðun að ég hafi haft rangt fyrir mér. Það er heilmikill dugnaður í Dr. Watson og þó hann sé ekki jafnfljótur að átta sig á staðreyndunum og hinn yfirnáttúrulega gáfaði Sherlock Holmes, þá er hann ansi skarpur, hugrakkur og göfugur.

Ég er nú búin að hlusta á þrjár sögur. Hlustaði á A study in Scarlet meðan ég þreif síðasta föstudag, The Sign of Four á sunnudeginum meðan ég föndraði jólakortin og The Hound of the Baskervilles í gær og í dag (meðan jólakortaföndrið hélt áfram).Alveg hreint stórkostlegar sögur! Hlakka mikið til að byrja á næstu bók, The Valley of Fear. Þegar henni er lokið ætla ég svo að tékka á smásagnasöfnunum sem ég er einnig svo heppin að vera með hér á hljóðbókarformi.Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
23. nóvember 2005 18:11:40
Þetta heitir að slá margar flugur í einu höggi!
Svona kemst maður þá yfir að gera margt í einu, hlusta á "bækurnar" (í stað þess að lesa sjálfur) og nota tímann í annað í leiðinni. Frábært!!! :)
Þetta lagði Anna Sigga í belginn
23. nóvember 2005 23:43:34
Já, við konur erum heppnar að hafa margar rásir og getum gert marga hluti í einu. Húrra fyrir okkur.
Þetta lagði Mamma í belginn
25. nóvember 2005 00:39:44
Hmmm...ekki segja þetta um Harry Klein Sigurrós! Ég var nebbla lúmskt skotin í honum þegar ég var 5ára :D...alltaf átt svona svoldið sérstakan sess í huga mínum ...bwwwahhhaaahaa
Þetta lagði Halla í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum