1. desember 2005  #
Það er kominn desember

Tengdaforeldrar mínir áttu báðir afmæli síðastliðinn þriðjudag. Við byrjuðum á því að fara í kaffiboð til tengdapabba og borðuðum þar góðar veitingar. Svo fórum við til tengdamömmu og borðuðum þar góðar veitingar. Það þarf því engan að undra að við komum pakksödd heim ;)

1. desember í dag eins og allir ættu að vera með á hreinu. Ég hengdi upp jólaseríur í skólastofunni - eina fyrir ofan töfluna og eina í glugganum. Ætla svo að koma með þá þriðju og skella á litlu rótarhnyðjuna okkar sem við höfum sem heilsárstré hjá okkur. Svo fá allir bekkir dagatalskerti inn til sín og ég kveikti á því í dag meðan við lásum nestissöguna. Litlu myrkrapúkarnir mínir eru hæstánægðir með þetta, en þau vilja helst bara hafa ljósin slökkt alla daga og hafa kósí stemmningu. Það er í lagi í nestistímum (þó ég hafi nú reyndar áhyggjur af því að þau sjái ekki nestið sitt) en ég hef nú loftljósin kveikt þegar þau eru að vinna.

Við Jói brugðum okkur svo í Hraunbæ í dag til að kaupa gervijólatré hjá Skátunum. Gott að hafa þetta tilbúið þegar jólin koma. Tréð fór beint niður í geymslu í fína kassanum sínum og nú þarf ég bara að muna að kaupa skraut og seríu á það - væri hálflummó ef það gleymdist... ;) 


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
2. desember 2005 09:13:59
Gaman hjá ykkur.
Já, það er greinilega gaman hjá ykkur "krökkunum" allir í jólafíling. Mikið er hún skemmtileg þessi rótarhnyðja og vel frá henni gengið.
Þetta lagði Ragna í belginn
3. desember 2005 23:40:31
Veiiii jólatréð komið LOKSINS hahahaha :D
Þetta lagði Theó í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum