30. desember 2005  #
Áramótakjúllinn

Áramótin verða haldin hátíðleg hérna í Arnarsmáranum þetta árið. Með leiðbeiningum og aðstoð móður minnar ætla ég að elda veislukjúkling fyrir tengdapabba, mömmu, Hauk, Jóa og mig.

Það er vissulega pínulítið stressandi að sjá um svona merkilegan hátíðarmat sjálfur. En ég tek bara hana Hildu ofurhúsmóður til fyrirmyndar og snara þessu fram úr erminni :) Er það ekki bara?

En alla vega, skemmtilegt kvöld framundan og ég hlakka mikið til að prófa að halda svona stórhátíð á mínu eigin heimili.

Eitt er víst að "pottþétt" verður
afskaplega gaman þá...
:)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
31. desember 2005 11:09:05
Þetta mun allt ganga vel!
Elsku Sigurrós!
Takk fyrir öll samskipti á þessu ári sem er að líða. Kvöldið hjá þér/ykkur mun alveg örugglega slá í gegn. Farið vel með ykkur!
Kveðja, Anna
Þetta lagði Anna í belginn


Þriðja táknið

Var að ljúka við lesturinn á Þriðja tákninu sem Hlíðaskóli gaf starfsfólki sínu þessi jólin. Spennandi og skemmtileg bók - ég stóð sjálfa mig alloft að því að skella upp úr yfir bröndurunum. Reyndar voru hláturrokur ekki einu hljóðin sem ég gaf frá mér við lestur bókarinnar, ákveðin atriði vöktu mikinn hrylling hjá undirritaðri. Veit ekki hver valdi einmitt þessa bók sem jólagjöfina til okkar í ár, en sá hinn sami hefur vonandi ekki gert það til að hrella mig af ásettu ráði. Þriðja táknið er nefnilega að vissu leyti ekki mjög heppileg bók fyrir fólk með mína fóbíu...

Mæli samt með bókinni ;) 


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum